Blik - 01.06.1976, Page 51
I búðarhúsið að Stóru-Löndum í Vestmannaeyjum, sem hjónin frú Elín Þorsteinsdóttir frá
Dyrhólum og Friðrik Svipmundsson, útgerðarm. og formaður, byggðu árið 1909. Húsið
fór undir hraun í marzmánuði 1973.
I’ ranskar skútur voru þarna úti fyrir
a víð og dreif á færafiski, sumar
djúpt úti, aðrar grynnra. Sunnan-átt
var á. Frönsku skútukarlarnir hengdu
oft sjóstakka sína og sjóhatta til
þerris á slár eða í stög. Stakkur og
sjóhattur fuku út á sjó fyrir sunnan
vindinum og þá rak á land.“ Þetta
sagði Hanes Sigurðsson, fyrrv. for-
maður í Holtsvör og síðan bóndi á
Steinsstöðum og svo Brimhólum í
Vestmannaeyjum um tugi ára. Og svo
gerðist þetta á hinu rétta augnabliki,
að stakkurinn og sjóhatturinn fuku
og þá bar að landi á þeirri stundu
eða svo, þegar Katrín Unadóttir
þurfti þeirra svo sárt með til þess að
geta innt af hendi miskunnarverkið
við foreldra sína. Tilviljun, segja
sumir; kraftaverk, segja aðrir, sem
trúa því að kraftaverk hafi gerzt og
geti gerzt. Hverju trúir þú, lesari
minn góður? Eg á mína sannfæringu.
Frú Katrín Unadóttir fluttist til
Vestmannaeyja árið 1903 með systur
sinni, frú Ingveldi Unadóttur húsfr.
á Sandfelli (nr. 36) við Vestmanna-
braut, og manni hennar Guðjóni
skipstjóra jónssyni. En hjá þeim
hjónum dvaldist hún síðustu árin
undir Eyjafjöllum, áður en þau flutt-
ust til Eyja. Faðir hennar, Uni Run-
ólfsson, fluttist til Eyja árið 1907, þá
nær 80 ára gamall, til þess að hinar
góðu dætur hans þar gætu annast
hann síðustu ævistundirnar. Það var
blik 4
49