Blik - 01.06.1976, Síða 53
ÞORSTEINN Þ. VIGLUNDSSON
Bréf til vinar míns og frænda
(Æviþáttur)
Heill og sæll, frændi minn og vin-
ur.
Láttu liggja vel á þér, þegar þú
lest nú loks þetta bréf mitt. Dýrtíðar-
flóðið í þjóðfélaginu okkar veldur
því, hversu dregizt hefur úr hömlu
fyrir mér að gefa út Blik að þessu
sinni.
Við skulum taka lífinu létt og brosa
saman, þegar engin ástæða er til ann-
ars.
„Geym vel æru þína,“ segir séra
Hallgrímur Pétursson í heilræðavís-
um sínum. Síðan ég las þessi heil-
ræði hans, þá unglingur á Austur-
landi, hef ég reynt af fremsta megni
að lifa samkvæmt þeim. Eg hef aldrei
mátt vamm mitt vita í starfi mínu og
lífi. Mannorðið hefur verið mér
helgur dómur frá barnæsku. Þetta get
ég fullyrt um sjálfan mig með veru-
lega góðri samvizku. Þó liggja tvö
bréf geymd í fórum fjármálaráðu-
neytisins, þar sem ég er stimplaður
skattsvikari og þá auðvitað þjófur
um leið.
Um þessar æruskemmdir hef ég
aldrei skrifað fyrr, ekki treyst mér til
þess nema í beiskju og með stóryrtu
orðalagi, og þess vegna heldur kosið
að þegja.
En nú loksins eftir aldarfjórðungs
baráttu við sjálfan mig, hef ég sigr-
azt á biturleikanum og get þess vegna
skýrt þetta og skrifað um það allt í
léttum dúr og gáskagæddum anda. Ég
bið þig: Brostu með mér.
Og nú vil ég segja þér einhvern
allra skemmtilegasta þátt ævi minnar.
Svo hefur breytingin á orðið umlið-
inn aldarfjórðung. Þetta er sagan um
það, þegar tveir embættismenn ís-
lenzka þjóðfélagsins með nokkrum
„hjálparkokkum“, - tveir meðlimir
kerfisins, eins og fyrrv. ritstjóri Vís-
is myndi orða það, - gerðu sitt ítr-
asta til að svipta mig ærunni. Af
langri reynslu og nánum kynnum
höfðu þeir orðið þess áskynja, að
mannorðið var og hefur ávallt verið
mér helgur dómur, eins og ég tók
fram, Já, ærunni skyldi ég sviptur í
pólitískum tilgangi. Og almenningi í
Vestmannaeyjakaupstað var tjáð sið-
gæðisbrotið og æruskerðingin um-
búðalaust á opinberum fundi, svo að
gnast og brast og allt lék á reiði-
skjálfi. Þannig átti að „flá mig lif-
andi“, eins og dr. Sigurður Nordal
orðar það einhvers staðar og hefur
orðin eftir Þorsteini skáldi Erlings-
syni.
blik
51