Blik - 01.06.1976, Qupperneq 54
Þegar ég hóf að íhuga efni þessa
æviþáttar ,runnu satt að segja á mig
tvær grímur. Eg lagði mál þetta á
vogarskálar samvizkunnar, vegna
þess að tveir eða þrír málsaðilar
sitja nú til hægri handar föðurnum
samkvæmt helgum kenningum og
skipa þar auðvitað virðuleg sæti með
orður á brjósti eftir göfug og þjóð-
félagsbætandi störf og fjárefnasöfn-
un á þessari jarðnesku reisu sinni.
Meðan ég sat og hugleiddi þetta atr-
iði, gerðist atburður, sem ég skildi
á einn veg. Ég óska að segja þér
hann.
Eitt af barnabörnum mínum hafði
eignazt Biblíuna, útgáfu Hins ís-
lenzka Biblíufélags 1973. Ég tók að
skoða hina helgu bók, handleika
hana og hugleiða gildi hennar, tign
og veldi meðal hundraða milljóna.
Svo brýndi ég viljann, einbeitti
hugsun minni og æskti þess eindreg-
ið og afdráttarlaust, að dularöflin
veittu mér bendingu. — Ég dvaldist
við þessa hugsun eilitla stund. Síðan
opnaði ég hina helgu bók til þess að
leita svarsins. Þarna blasti við mér
22. kafli Orðskviða Salomons kon-
ungs Davíðssonar. Kaflinn hefst á
þessum orðum: „Gott mannorð er
dýrmætara en mikill auður“. - Þarna
kom það! Þessa bendingu hef ég
skilið á þá lund, að mér bæri að
fórna fé til þess að endurheimta
mannorð mitt og æru. Það geri ég
bezt með því að hrekja efni „skatt-
svikabréfanna“, sem geymd eru í
fórum íslenzka fjármálaráðuneytis-
ins og þú færð að lesa hér í afriti.
Ég óska að endurtaka það við
þig, kæri frændi, skýrt og greini-
lega, að þessi skrif mín inni ég af
hendi og birti almenningi beiskju-
laust úr því sem komið er, með góð-
látlegu brosi á vör og léttleik í sinni.
Tilgangur minn með skrifum þess-
um til þín er fjórþættur:
I fyrsta lagi vil ég sanna með rök-
um þá spillingu, þá mannlegu græsku,
sem stundum þróast með háttsettum
embættis- og valdamönnum þjóðar-
innar, ef t. d. pólitískir andstæðing-
ar eiga í hlut. Þessi skrif mín vil ég
að séu þeim viðvörun, svo langt sem
þau ná. Embættis- og valdamenn
þjóðarinnar verða að hafa öðlazt
þann þroska, að þeir séu hafnir yfir
slíkan og þvílíkan mannlegan breisk-
leika. Að öðrum kosti er hætta á, að
þeir fyrr eða síðar verði embætti
sínu og þjóð sinni til vanvirðu, svo
að ekki sé fastara að orði kveðið.
I öðru lagi óska ég að birta hér
almenningi og geyma um leið síðari
kynslóðum svör við bréfum, sem ætl-
ast var til í upphafi að lægju í
,,ráðuneytinu“, í fórum þess eða
skjalageymslum, - ómótmælt og ó-
svarað síðari kynslóðum til fræðslu
og íhugunar um manndóm minn og
mannorð, - mannsins, sem gegndi
því hlutverki meira en þriðjung ald-
ar þar í kaupstaðnum að annast upp-
eldi og fræðslu uppvaxandi kynslóða
í trássi við vilja og vald konsúla,
kaupmanna og annarra andstöðuafla,
sem þar höfðu ráðið einu og öllu,
líka örlögum manna, svo að segja frá
þeirri stundu að síðasti danski ein-
52
BLIK