Blik - 01.06.1976, Síða 56
um einræðisherranna ,arftaka gömlu
einokunarkónganna dönsku í sinni
lúalegustu mynd.
Aldarfjórðungur er nú liðinn og
vel það, síðan þeir atburðir geröust,
sem ég greini þér hér frá. Jafnóöum
og þessir atburðir áttu sér stað, safn-
aði ég skjölum til heimilda um þá, -
keypti afrit af málskjölunum af bæj-
arfógetaembættinu í Vestmannaeyj-
um til þess síðar, ef líf og heilsa
entust mér, að taka saman heildar-
frásögn um mál þessi.
Eins og ég tók fram, þá vekja at-
burðir þessir mér nú kátínu. Satt að
segja skil ég ekki vel enn, hvernig
þeir hafa getað átt sér stað eins og
þeir eru vaxnir og þeir hafa gerzt,
þar sem virðulegir embættismenn ís-
lenzka ríkisins eru potturinn og pann-
an í öllum þessum ósóma. Á ég þá
fyrst og fremst við „skattsvikabréf-
ið“ og höfund þess, og svo hina
blindu þjónslund, sem upplestur þess
sannaði. Þar voru höfð næstum ó-
skiljanleg samráð um að svipta mig
ærunni, því dýrmætasta og bezta,
sem hver einstaklingur á og ber með
sér, þ. e. óskert mannorð.
Aðalmennirnir, sem að þessum
ósköpum stóðu, voru sem sé virðu-
legir embættismenn íslenzku þjóðar-
innar, þáverandi fjármálaráðherra
og skattstjórinn í kaupstaðnum, og
svo nokkrir flokksbundnir og þægir
þjónar, auðmjúkir „hjálparkokkar“,
sem ég kem að síðar. Skattstjórinn
var jafnframt héraðsdómslögmaður
(það munaði ekki um það!) og máls-
svati ráðherrans.
Ég keypti kvikmyndavél og gaf hana
gagnfraeðaskólanum
I skólastjórn minni og kennslu-
starfi lagði ég ávallt mikla vinnu
fram til eflingar félagslífi nemenda
minna í Gagnfræðaskólanum í Vest-
mannaeyjum. Þar gafst mér kostur á
að beita uppeldislegum áhrifum,
glæða manndóm og mennilega hugs-
un, efla bindindi og námshug með
nemendum mínum. Og árangurinn
leyndi sér ekki að okkur fannst,
kennurunum.
Um árabil hafði ég ámálgað þann
vilja minn, þá ósk mína við ráða-
menn skólamálanna í kaupstaðnum
og fjárveitingavaldið í bænum að fá
keypta kvikmyndavél handa skólan-
um til nota í fræðslu- og félagsstarfi.
Skólanefnd samþykkti þessa tillögu
mína ár eftir ár. En þegar kom til
kasta fjárhagsnefndar kaupstaðarins,
sem að lokum skyldi leggja blessun
sína yfir fj árhagsáætlun skólanefnd-
arinnar um rekstur gagnfræðaskól-
ans, var framlagið til kaupa á kvik-
myndavélinni ávallt strikað út. Slík
sóun kom ekki til mála! Þar réði öllu
hið gamla einræðisvald Flokksins
með þingmann kjördæmisins að
leiðarljósi. - Hvað var til ráða?
Kvikmyndavélina gat ég fengið
keypta hjá fulltrúa fræðslumála-
stjórnarinnar, sem annaðist þá sölu
á þeim tækjum skólanna, en pening-
ana skorti til kaupanna.
Sjálfur sá ég lengi vel engin tök á
að kaupa tæki þetta fyrir eigið fé
handa skólanum sökum fjárhags-
legra erfiðleika okkar hjóna, sem
54
BLIK