Blik - 01.06.1976, Síða 61
kæmist ég í aSstöðu til að beita mér
fyrir þeim í bæjarstjórn kaupstaðar-
ms. T. d. var mér það brennandi
hugsjónamál, að hafinn yrði undir-
búningur að lögn rafstrengs milii
lands og Eyja. Til þ ess hafði þar
engu verið um þokaö og þó hafði
framfaramál þetta verið til umræðu
með Eyjafólki um árabil. Mörg fleiri
voru þau áhugamál mín, þó að ég
lengi ekki þessa frásögn mína um
þau. En öll hlutu þau að kosta mikið
opinbert fé ættu þau að komast í
framkvæmd. Þá hlutu líka útsvörin
að hækka í bænum.
Voru það nokkur undur, þó að
skattgreiðendur í gróðastétt bæjar-
ms kölluðu mig „hugsjónaangur-
gapa“ og hefðu orð á því á prenti,
að ég „mundi ekki með öllum
mjalla“. Það vakti mér óblandaða
anægju, að ég með þessum angur-
gapahætti mínum skyldi vera fleinn í
holdi efnamannanna í kaupstaðnum,
m. a. þingmanns kjördæmisins, sem
var þar kaupmaður, útgerðarmaður
og virðulegur konsúll.
Og svo var hann fjármálaráðherra
íslenzku þjóðarinnar, þegar hér er
komið sögu. Og nú færðu að kynnast
valdinu og hvernig því var beitt, þeg-
ar angurgapar tóku að glenna sig og
gera sig til, valdlausir amlóðar og
-barnafræðarar".
Þarna flutti ég framsöguræðu
nnna á bæjarmálafundinum eins og
lög gerðu ráð fyrir. Hún var eins
vel samin og byggð upp eins og ég
hafði frekast vit og getu til. Áheyr-
endur mínir tóku henni vel.
Brátt gerðist atburður á fundinum.
sem varð býsna sögulegur og dró
svartan dilk á eftir sér næstu mán-
uði og misseri.
Lýst var ylir, að ég væri kunnur
skattsvikari og þjófur
Guðlaugur nokkur Gíslason, kaup-
maður og sænskur konsúll í kaup-
staðnum, var einn af frambjóðend-
um Flokksins til bæjarstjórnar 29.
jan. 1950. Hann var þá formaður
Flokksins í bænum. Persóna mín og
gagnfræðaskólabyggingin m. m. voru
honum þyrnar í augum eins og ég
sannaði þér með tilvitnunum í skrif
hans, sem ég birti þér í síðasta bréfi
minu til þín (1974). Hann hafði um
árabil rægt skólastarf mitt og spyrnt
gegn því af fremsta megni með öðr-
um valdamönnum innan Flokksins,
að gagnfræðaskólabyggingin yrði til
í kaupstaðnum, meðan ég væri þar
skólastjóri.
Að lokinni framboðsræðu sinni
þarna á fundinum, las hann upp bréf,
sem vakti mikla athygli og undrun
þeirra, sem ólu með sér heilbrigða
dómgreind.
Bréfið hafði honum borizt frá
„ráðuneytinu“, eins og hann orðaði
það. Og þar var umbúðalaust lýst
yfir því, að ég væri kunnur skatt-
svikari með ráðandi mönnum þjóð-
arinnar, þar sem ég hefði reynt eftir
megni að draga eða svíkja aukatekj-
ur mínar við skólann, tímakennslu-
kaupið mitt, undan skatti. Ekki hefði
ég heldur talið fram til skatts alla þá
vinnu, sem kona mín og börn hefðu
blik
59