Blik - 01.06.1976, Side 64
Þegar röffin kom aftur að mér í
umræðunum, ræddi ég m. a. efni
bréfsins. Jafnframt greindi ég til-
heyrendum mínum frá því, hvernig
ég hefði notað þessar aukatekjur
mínar fyrir tímakennsluna í skólan-
um árið 1947. Þessar tekjur mínar
hefði ég þess vegna ekki talið fram
til skatts, en treyst því hins vegar að
skattstjórinn ræddi þetta mál við
mig, þegar honum bærist launaseð-
illinn frá bæjarsjóði. (Nú er ekki
greiddur skattur af tekjum, sem var-
ið er til góðgjörðastarfs eða líknar-
starfsemi)! — I þessu tilviki hafði
skattstjórinn alveg brugðizt mér, þó
að þessar gjörðir hans muni mega
réttlæta á einn veg.
Og nú sakaði fjármálaráðherrann
sjálfur mig um skattsvik og þar með
þjófnað í heyranda hljóði í skjóli
þessara starfshátta skattstjórans og
óvildar í minn garð. Hér mætti því
með sanni segja, að hver silkihúfan
væri upp af annarri. - Svo klykkti
ég út með þessum setningum:
„Það situr sízt á núverandi fjár-
málaráðherra þjóðarinnar að skrifa
slík bréf til mannskemmda öðrum á
opinberum fundum, manninum, sem
sjálfur hefur verið sakaður um að
vera einhver stærsti faktúrufalsari
og gjaldeyrisþjófur landsins með því
að vera einn af þrem eigendum fyr-
irtækis í Reykjavík, sem frægt hefur
orðið fyrir það að flytja inn „fak-
túru í tunnu“, skýla þar hinum eigin-
legu vöruskjölum, fela þannig hið
rétta verð varanna.“
Fundarmenn könnuðust allir við
hneykslismálið mikla: „Faktúruna í
tunnunni“. Það mál var þá á vitorði
almennings í landinu og mikið rætt
manna á milli sem glöggt dæmi um
viðskiptaspillinguna í landinu. Þetta
mál hafði þá sakadómarinn í Reykja-
vík haft til rannsóknar um lengri
tíma.
Mér fannst bylgja fara um salinn,
þegar ég hafði sagt þessi orð. Mér
var vissulega heitt í hamsi, og mér
hafði nú tekizt að vekja öldu heiftar-
og hefndarhugar annars vegar, öldu
hrifningar og kátínu hins vegar, svo
að lífið vall og svall með áheyrend-
um mínum.
Við fengum tvo bæjarfulltrúa kjörna
Og svo rann kjördagurinn upp.
Mikið var unnið og mikið var rætt,
málin sótt og varin í áróðri og á-
sækni um kjósendur og kjörfylgi.
Við bæjarstjórnarkosningarnar í
Vestmannaeyjum, sem fram fóru
29. janúar 1950, fengum við Fram-
sóknarmenn tvo fulltrúa kjörna í
bæjarstjórnina. Við Helgi Benedikts-
son fengum þar báðir sæti.
Eftir kosningasigur þennan full-
yrtum við og trúðum því, að hug-
sjónamálum til betra lífs og aukinn-
ar menningar í bænum væri tryggð-
ur sigur og heillavænleg framþróun
næstu fjögur árin, með því að samn-
ingar tókust milli okkar Helga Bene-
diktssonar annars vegar og fulltrúa
hinna vinsri flokkanna hins vegar
um samvinnu og samstöðu í bæjar-
stjórninni.
Við kusum Helga Benediktsson
62
BLIK