Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 68
lögfræSingarnir vissu auSvitaÖ sínu
viti og vel það! Hvað var um það að
efast? — Onnur hvor vitnin hlutu að
verða úrskurðuð meinsærisfólk.
Skrípaleikur og grátt gaman! Eg
hlífist við að nefna vitnin með nafni.
I stað þess nota ég titla eða eitthvað
annað.
Ég leyfði mér að gera þessar at-
hugasemdir við framburð þeirra
vitna, sem héraðsdómslögmaðurinn,
skattstjórinn, umboðsmaður stefn-
anda, leiddi fram í bæjarþingið til
staðfestingar á sannleiksgildi sím-
skeytisins og fullyrðingum á sakar-
giftum gegn mér, og tek ég þetta orð-
rétt upp úr málskjölum mínum:
„Fyrsta vitnið, yfirlögregluþjónn-
inn, sem mun vera formaður full-
trúaráðs Flokksins hér eða hefur
verið það, mætti í réttinum með fít-
ungi miklum og lét þar og þá fara
um mig ósæmileg orð og niðrandi,
svo sem vitnaleiðslan ber með sér.
Sú framkoma ber glöggan vott um
persónulega óvild til mín, og er því
ekki nema ofur mannlegt, að sá vitn-
isburður sé litaður af þeirri óvild og
þess vegna allur hæpinn. Svo sem
svör vitnisins við spurningum mín-
um í réttinum bera með sér, er frá-
sögn hans um bréfið, sem Guðlaug-
ur Gíslason las upp á fundinum og
málarekstur þessi er sprottinn af, all-
ur þoku- og fálmkenndur. Ég óskaði
að benda dómaranum á þessar stað-
reyndir:
Vitnið segir frá umræddu bréfi,
hver það hafi lesið, og að það hafi
verið frá ráðuneytinu. Þá setti ég
fram þessa spurningu með undrunar-
og efablæ til þess að prófa hugsun
vitnisins: „A, var það frá ráðuneyt-
inu?“ - Þá fullyrti vitnið, að bréfið
hafi verið frá stefnanda, þingmanni
kjördæmisins. Þá endurtók ég spurn-
ingu mína með sama raddblæ. Þá
fullyrti vitnið, að bréfið kynni að
hafa verið frá öðrum, kveðst ekki
muna það greinilega.
Þetta allt er athyglisverður fram-
burður vitnis. Það man bréfið og af-
leiðingarnar af upplestri þess. Það
vinnur eið að sjö orðum, sem það
fullyrðir, að ég hafi sagt á fundin-
um, en það man ekki eða vill ekki
muna aðilann, sem G. G. fullyrti, að
skrifað hefði bréfið og sent það til
upplesturs á fundinum. Þar á ofan
var vitnið annar fundarstjórinn og
ber þó ekki saman við hinn fundar-
stjórann, sem sat við hlið þess og
skrifaði niður hin stóru orð mín um
stefnanda, höfund bréfsins. Hugsanir
vitnisins eru meira en lítið vinguls-
legar.
Að því leyti, sem framburður vitn-
is þessa fer í bága við málsrök mín
og málflutning, mótmæli ég honum
lið fyrir lið og orði til orðs, enda er
allur vitnisburðurinn mengaður skút-
yrðum og persónulegri óvild.
Annað vitnið, bátasmíðameistar-
inn, sem mun vera í fulltrúaráði
Flokksins hér, fullyrti fyrst í réttin-
um, að það hefði séð menn skrifa
niður umdeild orð rétt við hliðina á
sér í fundarsalnum. Þann framburð
tekur svo vitnið aftur. I þess stað
gefur vitnið í skyn eða segir berum
66
BLIK