Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 69
orðum, að það hafi séð menn um
allan sal með blað og ritföng skrif-
andi niður umdeild orð. Þegar ég
svo fyrir réttinum óskaði þess, að
vitnið nefndi aðeins einn af þessum
raörgu skriffinnum með nafni, gat
vitnið engan nefnt en fékk í þess
stað ákafan hjartslátt, svo að greini-
lega heyrðist á mæli vitnisins. Því
leið auðsjáanlega illa í stólnum við
hliðina á mér. Þarf nokkrum að líða
illa við það að bera sannleikanum
vitni?
Astæða er til að ætla, að dómar-
®n hafi sjálfur veitt líðan vitnisins
athygli. þ ví að hann hafði lengri for-
mála fyrir eiðnum við þetta vitni en
hin og minnti það á möguleika til
vondrar samvizku eftir að hafa svar-
ið eið, ef ekki væri allt með felldu.
Vitnið sjálft segist ekki hafa skrifað
niður orðin, sem ég á að hafa sagt
um stefnanda á framboðsfundinum
og eru málsrök hans. Jafnframt lýsir
vitnið yfir því í réttinum ótilhvatt,
að það sé óglöggt, enda ber vitnis-
burður þess glögglega vott um það.
Allur framburður þess er mótsagna-
kenndur og umslæddur þoku og sljó-
leik og sýnilega sprottinn af vilja
fremur en mætti. Athyglisverð er sú
yfirlýsing vitnisins, að málskjal nr.
3, skeytið til stefnanda, hafi verið
vélritað á skrifstofu Flokksins hér.
Eg mótmæli framburði þessa vitn-
is lið fyrir lið og orði til orðs.
Þá er það þriðja vitnið, húsa-
smíðameistarinn. Hann er einn af
kotrosknustu foringjum Flokksins
hér í bæ. Hann fullyrti í réttinum, að
hann hefði ekki skrifað niður um-
deihl orð og engan séð gera það.
Mætti ég mælast til þess, að háttvirt-
ur dómari beri þessa fullyrðingu
hans saman við vitnisburð bátasmíða-
meistarans, annars vitnis, sem sá
menn um allan sal skrifa niður orð-
in. Annað hvort vitnið hlýtur að
segja ósatt, nema svo eigi að skilja
þetta, að húsasmíðameistarinn sé svo
nærsýnn, að hann sjái tæpast fram
á nefbroddinn á sér.
Þetta vitni vottar eindregið, að
Guðlaugur Gíslason hafi á fundinum
lesið upp bréf „jrá ráðuneytinu“ eða
stefnanda, og í bréfi þessu hafi verið
dróttað að mér skattsvikum eða til-
raun til skattsvika.
Fjórða vitni stefnanda, bóndinn,
sem skipar sæti sitt í fulltrúaráði
Flokksins hér, er nær áttrætt að aldri
og þess vegna ekki líklegt til að hafa
óskert minni. Enda fullyrðir þessi
veslings gamli maður, að hann hafi
undirritað réttarskjal nr. 3, - skeyt-
ið, — sama kvöldið og fundurinn var
haldinn, en skjal þetta er óvart dag-
sett daginn eftir eða 28. janúar. Sem
vænta mátti af jafngömlum manni,
minnist vitnið þess ekki, að umrætt
bréf væri lesið upp á fundinum!
Að því er virtist af einskærum
sljóleik virðist vitnið ekki hafa náð
neinu samhengi í umræður fundar-
ins eða það, sem þar fór fram, og
lái ég vitninu það ekki, en áfelli þá,
sem leyfa sér að draga áttrætt gamal-
menni til réttarhalda, vitnaleiðslu og
svardaga. Það ber sízt vitni um nóg
vitni.
buk
67