Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 70
Állur framburður þessa vitnis
snýst um það „að halda“, „að halda“,
en veit lítið með vissu. Þarna ríkir
því sannarlega rík þjónslund fram í
rauðan dauðann og meiri vilji en
máttur.
Ég mótmæli framburði vitnisins í
einu og öllu og óska því góðrar
heimfarar og náðar eftir svardagann.
Allir þessir menn, sem báru vitni
í þessu máli 13. marz s.l. til fullting-
is og sönnunar mínu máli, höfðu
ýmist skrifað niður orðin, sem ég
sagði um stefnanda og deilt er um,
eða rætt þau við aðra á fundinum
eða strax eftir fundinn, hugleitt þau
og sannfærzt um það þá þegar, að
auðvelt yrði að sanna, að stefnandi
hafi verið sakaður um gjaldeyris-
þjófnað og faktúrusvik eða -fölsun.“
Héraðsdómslögmaðurinn fann það
helzt að málflutningi mínum, að
hann væri saminn og skrifaður eins
og um blaðagrein væri að ræða.
Hann fann þef og bragð að lögfræði-
legri fáfræði minni, sem naumast
væri svaraverð, sízt fyrir hann!
Og nú var það dómarans, fulltrúa
bæjarfógetans í kaupstaðnum, að úr-
skurða og dæma. Og hvað gerðist?
Málinu var vísað frá dómi á þeim
forsendum, að vitnum mínum bæri
saman við sjálfan mig, sökudólginn,
um hin umdeildu orð, og skyldu mín-
ar fullyrðingar þess vegna leggjast
til grundvallar málshöfðuninni. En
orðin voru, að stefnandi hefði verið
sakaður um að vera o. s. frv.
Nú gaf maður sér sannarlega tíma
til að hlæja. Og svo hugsaði maður
með hryllingi til meinsærisfólks
Flokksins. Það var vissulega grátt
gaman, að misnota þannig guðsnafn
í þágu valdafíkinna flokksforingja,
þó að þeir drægjust með háa titla í
tignarstöðum. Það á sér stað, að
fylgispektin blindar menn gjörsam-
lega. Og svo grályndur er ég, að enn
get ég brosað að meinsærinu. „Mik-
ið gerir þú fyrir Höskuld, gæzka,“
sagði bóndi nokkur við konu sína,
sem stundi þungan. Hún var að ala
vinnumanni þeirra barn.
Fyrsta lota
Önnur stefna
Nú þurfti af greindum ástæðum
að hefja nýja málsókn eða leggja að
fullu niður rófuna. Þeim „var aldrei
list sú léð“.
Bráðlega tók kona mín á móti
nýrri stefnu. Héraðsdómslögmaður-
inn í klæðum skattstjórans var bara
furðu vígreifur og mér var ekkert að
vanbúnaði. Töluvert hafði ég þegar
lært í málarekstri, þó að sókn mín
og vörn bæri meiri keim af blaða-
mennsku en lögfræðilegri snilld í
málflutningi, sagði héraðsdómslög-
maðurinn.
Eins og fyrri daginn mætti ég ekki
á sáttanefndarfundinum. Ég ákvað
að nýju að til stáls skyldi sverfa í
máli þessu.
Ég skrifaði þegar sakadómaranum
í Reykjavík og bað um að fá keypt-
ar útskriftir úr bókum embættisins,
þar sem fjallað hafði verið um fyrir-
68
BLIK