Blik - 01.06.1976, Síða 73
hirðumanns með ríkan fjáraflahug
mun hafa veriö full þörf í umrædd-
um sameignafélögum þeirra þremenn-
inganna. Þau rök eru fyrir þeirri á-
lyktun, að í lögreglurétti Reykjavík-
ur 11. j anúar 1945 lýsir skrifstofu-
stjóri fyrirtækis stefnanda yfir
því, að „reyndar allt s.l. ár (1944-
1945) hafi framkvæmdastjóri og
meðeigandi félagsins fylgzt mjög illa
með því, sem gerðist í rekstri fyrir-
tækisins, og í mörgum tilvikum ekk-
ert vitað um það, sem þar var að
gerast, - allt af ástæðum, sem vitnið
færist undan að skýra frá að svo
stöddu. I sama réttarhaldi eða sama
dag lætur annar aðaleigandi fyrir-
tækisins bóka eftir sér þetta: „Að
gefnu tilefní frá dómara kveður
vitnið (einn af þrem eigendum fyrir-
tækisins) það sannast sagna, að fram-
kvæmdastjórinn hafi s.l. ár vanrækt
mjög starf sitt við verzlanirnar vegna
drykkj uskaparóreglu."
Hér var því mikil þörf á, að stefn-
andi væri árvakur um allan rekstur
nefndra fyrirtækja sinna. Enda við-
urkennir stefnandi í lögreglurétti
Reykjavíkur, að hann haji undirritað
verzlunarbréf fyrir firmað sitt. í
sama lögreglurétti 7. jan. 1948 við-
urkennir stefnandi ,að eigendur
kærðu fyrirtækjanna, sem nefnd eru
hér að ofan, hittist einstaka sinnum
« skrafs og ráðagerða um rekstur
félaganna.
I lögreglurétti Reykjavíkur
fimmtudaginn 30. jan. 1947 lýsir
framkvæmdastjóri þessara fyrirtækja
þremenninganna yfir því og lætur
bóka þetta: „Engin stjórn hefur ver-
ið kosin í félaginu og hafa félags-
menn (eigendur) samráð sín á milli
um allar meiri háttar ráðstafanir fé-
lagsins . . . Allt ber þetta að sama
brunni. Stefnandi virðist hafa ár-
vakurt eftirlit með umræddum fyrir-
tækjum sínum og samráð við með-
eigendur sína um allar meiri háttar
ráðstafanir. Enda er stefnandi hvergi
grunaður um að segja annað en
hreinan og kláran sannleikann!
Með bréfi dagsettu 6. sept. 1944
kærði verðlagsstjóri fyrirtæki stefn-
anda fyrir innflutning á 2000 tylft-
um af bollapörum (í 130 tunnum)
frá Ameríku með skipinu Eastern
Guide, 7. apríl 1944.
Þessi pollapör seldi fyrirtæki stefn-
anda á kr. 56,20 hverja tylft, en rétt
verð skyldi vera kr. 46,04. Olögleg-
ur hagnaður var talinn vera af þess-
ari sölu samtals kr. 20.320,00. Við
frekari rannsókn kom einnig í ljós,
að vátryggingarupphæð sú, sem til-
greind var í verðlagsreikningi fyrir-
tækis stefnanda var sett of há, eftir
því sem vátryggingar voru þá.
Nú verður mér á að spyrja: Staf-
aði hið ólöglega verð á bollapörun-
um af fölsuðum eða sviknum faktúr-
um eða fölsuðum reikningum? Hvað
olli svikna verðinu? Hvers vegna var
vátryggingarupphæðin reiknuð of
há?
Með bréfi dagsettu 16. des. 1944,
kærði verðlagsstjóri fyrirtæki stefn-
anda í annað sinn fyrir ólöglegan
innflutning og gjaldeyrismeðferð.
Þá hafði þetta firma flutt inn vörur
BLIK
71