Blik - 01.06.1976, Qupperneq 74
með m/s Braga, sem kom frá New
York í nóv. s. á., fyrir 13.900 dollara
án innflutnings- og gjaldeyrisleyfa.
Þar voru í leikföng, pelsar, spil, púð-
urdósir, púður, leðurhandtöskur og
ýmsar „gjafavörur14. — Eg minnist
þess, að áður einhvern tíma hefur
stefnandi látið í ljós í verki ríka
náttúru til þess að verzla með leik-
föng! Það mun hafa verið hér í Eyj-
um fyrir allmörgum árum. Og vitum
við, sem þekkjum stefnanda bezt, að
slík verzlunarnáttúra stafar af ein-
skæru eðallyndi stefnanda og með-
fæddri barngæzku!
Með bréfi til viðskiptaráðs dags.
11. og 17. des. 1944 lýsir firma
stefnanda yfir því, að alls hafi það
átt vörur með M/s Braga fyrir
54.238,17 dollara eða nær krónur
350.000,00.
Hvað eru meiri háttar ráðstafanir
í rekstri íslenzks fyrirtækis, ef ekki
þær, þegar fastráðin er pöntun á vör-
um eða vörukaup, sem nema yfir
þriðjung úr milljón. (Þetta gerðist
1944).
Mál þessi, sem nú hafa verið rakin
í fáum dráttum, fengu þann endi, að
stefnandi var dæmdur til að greiða
persónulega kr. 5000,00 sektir til
ríkissjóðs og svo meðeigandi hans og
hinn ólöglega hagnað kr. 30.000,00,
samtals kr. 40.000,00. Já, þetta
greiddi stefnandi persónulega!
Ég hef aldrei sagt, að stefnandi sé
talinn vera o. s. frv. En óneitanlega
virðist hann hafa verið sekur fund-
inn um einhverja þátttöku í þessum
óleyfilegu verzlunarháttum fyrir-
72
tækja sinna, fyrst hann var dæmdur
til að greiða sektir, persónulegar
sektir, vegna þeirra. Eða greiddi
stefnandi sektina fyrir oflítið sam-
ráð við meðeigendur sína um þessi
stórkostlegu og ólöglegu vörukaup?
- Ég kem aftur að þeim til þess að
sanna mál mitt um þá fullyrðingu
mína, að stefnandi hafi verið sakað-
ur um að vera einhver stœrsti o. s.
frv.
Þegar hér er komið þessum mál-
um, var framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins látinn.
Hinn 1. nóv. 1945 ræðst nýr fram-
kvæmdastjóri að fyrirtækjum stefn-
anda. Skyldi maður ætla, að þetta
fyrirtæki stefnanda hefði nú gætt
sín eftirleiðis og ekki lent aftur í
lögbrotum um innflutningsleyfi og
gjaldeyrismeðferð. En náttúran er
löngum náminu ríkari.
Hinn 30. jan. 1947 kærði verð-
lagsstjóri fyrirtæki stefnanda enn á
ný fyrir meint brot gegn verðlags-
og gj aldeyrislöggj öfinni. Tilefni
kærunnar voru bréf til fyrirtækis
stefnanda frá brezkum firmum. I
öðru bréfinu stóð þetta skrifað í ís-
lenzkri þýðingu eftir löggiltan skjala-
þýðara: „Við athugum, að fyrir
upphæð umboðslaunanna óskið þér
að ávísun verði send Hambros Bank
Ltd. til greiðslu inn á reikning yðar,
eftir að okkur hefur verið greitt að
fullu.“
I öðru brezku bréfi til fyrirtækis
stefnanda dags. 24. sept. 1946 segir
svo orðrétt: „Eins og þér sjáið, höf-
um við ekki dregið frá neinn afslátt
BLIK