Blik - 01.06.1976, Side 78
ráð sín á milli um allar meiri háttar
ráSstafanir í verzlunarrekstrinum.
Og hvað eru svo meiri háttar ráð-
stafanir í þessum efnum, ef ekki þær,
sem geta kostað eigendurna og fyrir-
tækin æruskerðingu og tugi þúsunda
í sektir, ef illa tekst til eða samráðin
geiga? Mundi stefnandi ekki hafa
hirt sinn hlut af hinum ólöglega
gróða, ef hann hefði ekki verið
dæmdur í ríkissjóð? Einn eigandinn
skýrir svo frá í lögreglurétti: ,,Fé-
lögin (þ. e. fyrirtæki stefnanda) eru
sameignarfélög án sérstakrar stjórn-
ar og koma eigendurnir saman við
og við til ráðagerða en fundargerðir
hafa aldrei verið skrifaðar. Þetta er
ein sönnunin enn um samráð eigend-
anna um rekstur nefndra fyrirtækja
og ég undirstrika það, að stefnandi
er þar hvergi undan skilinn. Hinir
eigendurnir virðast ekki vilja vera
án hans ráða, enda er stefnandi
kunnur að því að vera bæði ráðholl-
ur og ráðslyngur og hvergi grunað-
ur um græsku! Þess vegna hef ég
aldrei sagt eða haldið því fram, að
stefnandi hafi nokkru sinni lagt á
ráð um faktúrusvik eða gjaldeyris-
þjófnað! Ekki heldur hef og nokkru
sinni talað það, að stefnandi vœri
talinn stærsti eða mesti faktúrufals-
ari og gj aldeyrisþj ófur landsins. Eg
mótmæli því einbeittlega og eindreg-
ið. Hitt hef ég sagt, að stefnandi
hafi verið sakaður um að vera o. s.
frv. Vil ég nú færa fyrir því nokkrar
sannanir.
I blaðinu Skutli, sem út kom á
Isafirði 21. júní 1945, er birt grein
76
um fyrirtæki stefnanda, verðlagsbrot
firmans og óleyfilegan innflutning.
Þar segir: „Vörur fyrir 280 þúsund-
ir króna fluttar inn í leyfisleysi. A að
fela J. Þ. J. allan innflutning til
landsins? Skutull skýrði frá því fyr-
ir nokkru, að komizt hefði upp um
stórfelld verðlagsbrot firmans (þ. e.
fyrirtækis stefnanda) og óleyfilegan
innflutning . . .
Þegar að því kom, að viðskiptaráð
skyldi ráðstafa vörunum, kemur það
allt í einu í ljós, að andvirði vörunn-
ar, sem flutt hafði verið inn í algjöru
heimildarleysi, er ekki 13.000 dollar-
ar heldur 43000 dollarar eða 280 þús-
und íslenzkra króna að innkaups-
verði . . .“
Og svo kom ég þá loks að aðal-
sönnununum.
„Það, sem fannst í tunnunum"
Blaðið Skutull heldur áfram og
segir frá: „Þegar tollyfirvöldin voru
að athuga vörur þessar, kom í ljós,
að í umbúðunum var ekki einungis
spil, leikföng, samkvæmistöskur og
ráptuðrur, heldur einnig álitlegur
skjalabúnki. Við nánari athugun á
honum kom í ljós, að þar voru ekki
aðeins „faktúrur“ til hins íslenzka
fyrirtækis, heldur höfðu einnig
slæðzt þar með nokkrir reikningar
frá amerískum verzlunarfyrirtækj-
um til þess fyrirtækis, sem seldi vör-
urnar hingað fyrirtæki stefnanda.
Fyrirtækið ameríska hafði leyft sér
að leggja á vörurnar allt að 100% af
hinu eiginlega innkaupsverði henn-
BLIK