Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 80
anda. Þá stendur þar skrifað: „Rétt-
arliöldum lauk, þegar stefnandi varð
ráðherra.“ I umræddri grein er um-
búðalaust og blátt áfram fullyrt, að
stefnandi hafi látiö eitt fyrirtæki sitt
stela undan erlendum gjaldeyri. Er
þetta ekki skýr sönnun þess, sem ég
fullyrti á umræddum bæjarmála-
fundi, að stefnandi hafi verið sak-
aður um að vera gjaldeyrisþjófur
eða sé sakaður um að vera það? I
sömu blaöagrein er stefnandi kallað-
ur faktúrufalsari eða faktúrusvikari.
Eg legg áherzlu á þetta.
Vill svo stefnandi eöa umboðs-
maður hans mótmæla því, að hann
sjálfur sé þessi margnefndi með fullu
nafni, sem í umræddri Þjóðvilja-
grein er sakaður um að vera bæði
gjaldeyrisþjófur og faktúrusvikari.
Mér er það ráðgáta, hvers vegna
stefnandi er að höfða mál út af slík-
um staðreyndum sem þessum. Ætlast
hann til þess, að hann fái svart dæmt
hvítt? Hvernig getur hann ætlazt til
þess, að hann fái sannleikann dæmd-
an lygi?
Ein af helztu forsendum stefnanda
fyrir málshöfðan þessari er sú, að ég
hafi talið hann stœrsta gjaldeyris-
þjóf og faktúrufalsara landsins, eins
og honum þóknast að orða það eða
láta orða það í sáttakærunni. Ég
óska að taka það fram og legg á það
áherzlu, að stœrð stefnanda í þeim
efnum liggur mér í léttu rúmi. Ef
stefnandi getur eða vill t. d. benda
á annan, sem sakaður hefur verið um
að vera stcerri en hann í umræddum
lagabrotum, væri mér mikil þökk á
78
þeim upplýsingum, því að þær myndu
óneitanlega vera ný sönnun fyrir
þeirri hyldýpisspillingu, sem margir
þykjast hafa pata af að eigi sér stað
eða sé látin viðgangast í viðskiptalífi
þjóðarinnar og lifi þar sem fúi í lif-
andi trjám.
A réttarskjali nr. 6 fullyrðir um-
boðsmaður stefnanda, að óvægustu
andstæðingar umbjóðenda hans,
stefnanda, hafi ýmist kallað hann
faktúrufalsara eða faktúrusvikara.
Þannig fullyrðir umboðsmaður
stefnanda, að einn dómur hafi þegar
gengið í þá átt að dæma refsingu fyr-
ir slík ummæli, og „munu tveir vera
rétt ókomnir“, segir þar ennfremur.
Með þessum orðum sínum viður-
kennir umboðsmaður stefnanda, Jón
Eiríksson, skattstjóri og héraðsdóms-
lögmaður, að stefnandi hafi verið
sakaður um faktúrufölsun eða fakt-
úrusvik.
Eg er umboðsmanninum þakklátur
fyrir játninguna. Það er laukrétt á-
lyktað eða hugsað hjá umboðsmanni
stefnanda, héraðsdómslögmanninum,
að sýknudómur er bein afleiðing af
tilefnislausu sakfelli. Mundi þá stefn-
andi eða umboðsmaður hans vilja
eða geta neitað því, að sá hefur ver-
ið sakaður, sem sýknaður er. Þetta
er óhrekjandi röksemd, sem umboðs-
maður stefnanda hefur nú viður-
kennt.
Umboðsmaður stefnanda er því
farinn að bera mínu máli og mínum
málstað vitni. Fyrir það er ég þakk-
látur og leyfi mér að vekja athygli
dómarans á þeirri staðreynd.
BLIK