Blik - 01.06.1976, Side 84
formanni yfirskattanefndar, Frey-
móði Þorsteinssyni, bæjarfógeta,
beri að eiga frumkvæðið að því, sbr.
36. gr. reglug. um tekjuskatt og
eignaskatt. Eg vil þó taka fram, að
ég tel mál þetta mér á engan hátt
óviðkomandi, þar sem ég sætti mig
illa við það, að gjörðir mínar sæti
gagnrýni, sem byggð er á eiginhags-
munum.
Sem kunnugt er hefur Þorsteinn
átt hús í byggingu, og er alkunnugt,
að bæði hann og hans fólk hefur unn-
ið verulega að þeirri húsbyggingu.
Þegar hús hans var metið í vetur,
kom fram verulegur mismunur þann-
ig, að matið reyndist hœrra en hús-
verð eftir framtali. Eftir þeim upp-
lýsingum, er ég hefi aflað mér, mun
matið sízt of hátt. Ég sá mér ekki
annað fært en að bæta við tekjur
hans eigin vinnu. Aðrir ágallar voru
á framtali hans. Þorsteinn hefur kært
skatt sinn til mín í löngu bréfi. Held-
ur hann því þar fram mjög eindreg-
ið, að þessi liður heyri undir 17. gr.
laga um eignakönnun og beri því
ekki að skattleggja hana sem tekju-
auka. Það er kannske ekkert að því
að finna, þótt Þorsteinn hafi sínar
skoðanir á 17. grein. En annað er
það, að þessar skoðanir hans byggj-
ast tvímælalaust á eiginhagsmunum.
Hinsvegar er 17. gr. eitt af þýðingar-
mestu ákvæðum um skatta í ár og
leiðir því óhæfni hans í eigin máli
til þess, að hann er óhæfur í málum
annarra, sennilega flestra. Annað
skal ég nefna, sem bendir til þess,
að hann láti eiginhagsmuni ráða
gjörðum sínum. A framtali hans
vantaði laun fyrir aukakennslu og
var því bætt við framtaldar tekjur. I
kærubréfi sínu segir hann, að sér
beri ekki að greiða skatt af þessum
launum vegna þess, að hann hafi gef-
ið Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja
kvikmyndavél fyrir andvirðið og
hafi hann ekki talið það fram þess-
vegna, sem sagt viðurkennir að hafa
dregið undan skatti af ásettu ráði, og
er það blindaður af eigin hagsmun-
um, að hann heldur því enn fram,
að slíkt sé leyfilegt. Ég tel nær að
ætla að skilningur hans á 17. grein
sé af sama toga spunninn.
Ég hefi snúið mér til Freymóðs
Þorsteinssonar, bæjarfógeta, og bent
honum á þessi atriði, en mér er ó-
kunnug fyrirætlan hans í því efni, en
yfirskattanefnd er nú þegar farin að
starfa. Hinsvegar mun Sigfús Schev-
ing vera mér sammála í þessu.
Sveinn Guðmundsson er nú forfall-
aður og er engin von til þess, að
hann í sumar komi svo til heilsu, að
hann geti starfað í nefndinni. Ég
tel því réttast, að aðalmaður væri
settur í sumar í stað Sveins, enda
væri þá fullkomlega tryggt, að Þor-
steinn kæmi þar hvergi nærri.
Ég vil taka það fram, að ég hefi
augastað á manni hér, þ. e. Jónasi
Jónssyni í Fagurlyst. Hann er í fyrsta
lagi öllum þeim kostum búinn hvað
hæfni og manngildi snertir, sem slík-
ir menn þurfa að hafa. Auk þess eru
þau framtöl, sem hann hefur staðið
að, þannig úr garði gerð, að það er
algerlega útilokað, að nokkur ágrein-
82
BLIK