Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 85
ingur geti orðið um þau, en til minna
gagns væri að setja mann í starfið,
sem meira og minna yrði forfallað-
ur.
Virðingarfyllst
Jón Eiríksson (signi.
..Hans fólk"
Ég undirstrika sjálfur orð skatt-
stjórans í bréfinu: hans fólk. Hversu
mikla vinnu mátti af því vænta eftir
aldri þess og aðstöðu allri?
Eg hóf að byggja íbúðarhúsið
okkar Goðastein (nr. 11) við Kirkju-
bæjarbraut vorið 1945, fljótlega eftir
að skólastarfi mínu lauk það vor.
Síðan vann ég við það allar stundir
næstu fimm sumrin nema þær, þegar
ég innti af hendi skyldustörf mín í
Sparisjóði Vestmannaeyja. Oft tók
ég daginn snemma.
Hversu miklar líkur voru til þess,
að þetta fólk rnitt hefði innt af hendi
vinnu við húsbygginguna svo að ein-
hverju munaði um byggingarfram-
kvæmdirnar og -kostnaðinn?
Konan mín hafði 6-7 manns í
heimili og barn í vöggu, svo að lítil
líkindi voru til þess, að hún afkast-
aði miklum húsbyggingarstörfum.
f*ar á ofan höfðum við búskap, höfð-
um kýr að hirða, því að við vorum
hóndahjón öðrum þræði. Við bjugg-
um á einni Vilborgarstaðajörðinni,
Háagarði.
Þá voru það börnin okkar hin,
sem komin voru á legg.
Eldri sonur okkar hvarf frá okkur
sumarið 1946 og hóf rafvirkjanám í
Hafnarfirði. Þá hafði hann stundað
síldveiðar fyrri hluta sumarsins.
Vinna hans heima 1947 varþvíengin.
Eldri dóttir okkar var 16-17 ára
og dvaldist þá í sveit á sumrum, eftir
að námi lauk að vorinu. Var mikils
starfs að vænta af henni við hús-
bygginguna?
Yngri sonur okkar var innan við
fermingu. Mundi taka því að telja
afköst barna á þeim aldri við hús-
byggingar fram til skatts?
Þá er enn ótíundaður „vinnukraft-
ur“ á heimili okkar hjóna. Það var
tengdamóðir mín á níræðisaldri.
Skyldi það „vinnuafl“ hafa komið
mér að miklu liði við húsbygging-
una?
Þetta var þá hans fólk, sem tveir
háttsettir embættismenn íslenzka rík-
isins voru að velta fyrir sér, hversu
mjög það hlyti að hafa aukið tekjur
mínar og eignir og svo afköst við
byggingarframkvæmdirnar að eiga
þess kost að njóta þar þessa vinnu-
afls. - Ég blygðast mín, ég skammast
mín, þegar ég eftir 2-3 áratugi
hvarfla huga að þessu máli, af því
ég er viðkvæmur fyrir virðingu og
sóma þjóðar minnar. Ég fyrirverð
mig vegna þeirrar sneypu, sem slíkir
og þvílíkir embættismenn eða opin-
berir starfsmenn valda þjóð minni,
og hversu litlar kröfur eru gerðar til
manngerðanna, þegar skipað er í
hin valdamiklu og virðulegu embætti.
Þar ræður annar mælikvarði, annað
sjónarmið gjörðum en ... Mundu
slíkir embættismenn vera líklegir til
að fremja lagabrot og stunda þjófn-
83
blik