Blik - 01.06.1976, Qupperneq 89
fannst þetta allt ganga meÖ afbrigð-
um vel. Ég þóttist af því að hafa
skotið skattstjóranum ref fyrir rass,
svo aS hann varð uppvís að ósóma,
sem illa hæfði embættismanni ríkis-
íns. Og svo drógum við dár að þessu
öllu saman, hlógum og skemmtum
okkur konunglega. Þó fundum við til
nieð þjóð okkar, islenzka lýðveld-
inu. Sú tilfinning endurtók sig hjá
mér, þegar ég á dögunum frétti urn
fjallavatnsþjófana á merktu ríkisbif-
reiðinni.
Dómsmólaráðuneytið hylmar yfir
nafn bréfritarans
En nú, þegar hér var komið máli,
knúði ég afdráttarlaust á, að ég
fengi skýlausa yfirlýsingu um það,
hver hefði skrifað „skattsvikabréf-
og sent það Guðlaugi Gíslasyni
Þ1 upplesturs á fundinum. Ég skrif-
nði þess vegna dómsmálaráðuneyt-
inu bréf og beiddist rannsóknar í
máli þessu.
I einskonar andvaraleysi, að mér
fannst, fyrirskipaði dómsmálaráð
herra rannsóknina.
Fulltrúi bæjarfógeta, dómarinn,
tj áði mér og viðurkenndi, að hann
hefði framkvæmt þessa rannsókn af
gaumgæfni, og lægju niðurstöður
fyrir. Hins vegar væri það algjört
bann dómsmálaráðuneytisins, að ég
fengi að vita hið sanna í þessu máli,
svo að það væri staðfest. Nafn bréf-
ritarans fengi ég aldrei skjallega í
hendur, fullyrti dómarinn. Það væri
af og frá. - Þarna fékk ég þá enn að
reyna íslenzkt réttarfar, - lítilsvirð-
inguna fyrir lagalegum rétli hins
óbreytta þegns, þegar háttsettur
embættismaður og „flokksbróðir“ á
hlut að máli.
Kveikjan
Þessi tvö bréf skattstjórans til fjár-
málaráðherra íslenzku þjóðarinnar,
alþingismanns kjördæmisins, voru
auðvitað skrifuð í samráði við hann
sjálfan, enda vitnar skattstjórinn í
samtöl, sem hann átti við sjálfan
ráðherrann um málin. Bréfin urðu
þess valdandi, að fjármálaráðherr-
ann skrifaði „skattsvikabréfið“ og
sendi það Guðlaugi Gíslasyni, for-
manni Flokksins, til upplesturs. Hon-
um bar að lesa það í eyru almenn-
ings á framboðsfundinum og það
gerði hann rækilega mér til mann-
skemmda og æruhnekkis. En allt
snérist þetta við. Arásin virtist auka
fylgi „skattsvikarans“. Dómgreind
Eyjafólks brást mér ekki eins og ég
lagði áherzlu á í bréfi mínu til þín,
frændi minn og vinur, árið 1974.
Og nú átti Sveinn Guðmundsson
að víkja úr yfirskattanefndinni fyrir
verzlunarþjóni ráðherrans, Jónasi
Jónssyni. En þá brást ráðherra kjark
sökum hræðslu við viss öfl í þjóð-
félaginu, m. a. viss dagblöð. Sveinn
Guðmundsson sat því áfram í yfir-
skattanefndinni. Ekki fékk skattstjór-
inn heldur því framgegnt, að for-
maður fulltrúaráðs Flokksins, yfir-
lögregluþjónninn, yrði skipaður
varamaður í yfirskattanefndina.
Ráðherra mun hafa brostið kjark til
þess sökum afstöðu bæjarbúa og svo
blik
37