Blik - 01.06.1976, Side 91
enn hef ég ekkert frá yður heyrt held-
ur um þau.
Eg þykist eiga þegnlegan rétt á að
fá ýtarlega greinargerS um þessi rétt-
arhöld og leyfi mér því hér með aS
biSja yður með fullkominni virð-
ingu að láta mér í té leyfi til þess að
lesa réttarbækur fógeta þar um og að
þér tjáið mér jafnframt, hvað þér
ætlizt fyrir í málinu. Eg sætti mig
ekki við að verða að trúa því, að
réttarfarið í landinu sé svo rotið og
máttvana, að hægt sé aS lesa meið-
yrðabréf í eyru almennings, án þess
að sjálft dómsmálaráðuneytiS sé því
vaxið með öllu undirliði sínu að fá
upplýst, hver er höfundur bréfsins
eða hvaðan efni þess er fengið. Ég
krefst þess, að þér gerið skyldu yðar
í þessu máli og sýnið myndugleik
yðar.
í Tímanum 15. apríl 1950 er full-
yrt, að skattstjórinn hér hafi lánað
þetta umrædda bréf til upplesturs á
umræddum fundi. Eg leyfi mér hér
með að benda yður á þetta og krefj-
ast enn rannsóknar.
Virðingarfyllst.
Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Dómsmálaráðuneytið,
Reykj avík.
Og enn barst mér ekkert bréf frá
dómsmálaráðuneytinu. Hins vegar
tjáði fulltrúi bæjarfógeta mér, dóm-
arinn, að dómsmálaráðuneytiS bann-
aði sér enn afdráttarlaust að segja
mér niðurstöðu rannsóknarinnar.
NafniS á höfundi „skattsvikabréfs-
ins“ fengi ég aldrei skjalfast í hend-
ur. Og þetta tjáði dómarinn mér
brosandi. Ég skyldi ofur vel hvað
klukkan sló. Hæstiréttur var kunnur
að því að dæma að lögum.
I aðra röndina fannst mér þetta
orðiS broslegt fyrirbrigði. Hræðslan
við þennan sektaða þegn, sem greitt
hafði ríkissjóði þó nokkurt fé, nær
hálf mánaðarlaun sín, fyrir þá þjón-
ustu eins af ráðherrunum, að æru-
skerða þegninn alsaklausan. ÞaS gat
orðið dýrt spaug ráðherranum, ef
t. d. Hæstiréttur fengi mál þetta til
meðferðar. ÞaS óttuðust hinir háu
herrar í embættismannaklíkunni.
Vika leið af næsta ári (1951). Þá
skrifaði ég dómsmálaráðuneytinu
þriðja bréfið. ÞaS fer hér á eftir:
Vestmannaeyjum, 7. jan. 1951.
Þar sem ég hef ekki enn fengið
nein svör frá yður eða greinargerð
varðandi erindi mitt í bréfum mín-
um dags. 25. júlí og 12. des. f. á., þá
leyfi ég mér enn á ný að biðja yður
eða krefjast þess, að þér svarið er-
indi mínu um rannsókn í því máti,
er þar um er fjallað og sendið mér
ítarlega greinargerð um rannsókn
þess, hafi hún farið fram, sem bæj-
arfógetinn hér fullyrðir, þó að hann
jafnframt neiti mér um að kynnast
rannsóknarskjölunum eða bókunum
þar um, að mér skilst samkvæmt
boði yðar. Jón Eiríksson skattstjóri,
sem rak meiðyrðamál á hendur mér
s.l. ár fyrir hönd upplesara umrædds
„skattsvikabréfs“, lýsti því yfir í
BLIK
89