Blik - 01.06.1976, Síða 93
eiga kennslumálaráöherrann að í
þeim málum. Enda get ég fullyrt það,
að . enginn kennslumálaráðherra
reyndist mér betri, meðan ég var
skólastjóri í Vestmannaeyjum, en
Bjarni Benediktsson að öllum hinum
ólöstuöum. Ráðherrann kom til Eyja
árið eftir að við sömdum frið. Fyrstu
gjörðir hans í kaupstaönum var að
koma í skólann til mín. Þá vorum við
flutt í kjallara nýbyggingarinnar
með skólann. Erindi ráðherrans var
að ráðgast við mig um frekari fram-
kvæmdir við bygginguna og útvega
peningalán til þeirra hluta. Eg hafði
þá á hendi til veðsetningar fyrir
byggingarláni flestar eignir kaup-
staðarins við höfnina. Og ráðherr-
ann gerði sitt bezta til að útvega
bæjarsjóði Vestmannaeyinga lán út
á eignir þessar. Það fé skyldi síðan
notað til þess að fullgera gagnfræða-
skólabygginguna. Ráðherranum varð
vissulega minna ágengt í þessum efn-
um hjá tryggingarfélögum en hann
ætlaöi í fyrstu. Kom þar margt til.
En mörg ráð hafði hann í hendi sér.
Og ég mat og dáðist að vilja hans og
þjónslund við þessa byggingarhug-
sjón mína.
Þannig sneru hin duldu öfl þessari
ofsókn mér til góðs í þessu starfi,
hugsjón minni til eflingar og fram-
dráttar.
Og líklega átti „skattsvikabréfið“
drýgstan þáttinn í því mikla fylgi,
sem við Helgi Benediktsson hlutum
við bæjarstjórnarkosningarnar 1950.
Dómgreind Eyjafólks hrást mér ekki,
þegar á reyndi fremur en fyrri dag-
inn. Og vísa ég þá til Bréfsins til
þín í Bliki 1974.
Og svo leið blessaður tíminn með
nýjum málsóknum, stefnum, vitna-
leiðslum, meinsærum og dómum. Ég
varöist af fremsta megni og skemmti
mér konunglega.
Eins og ég hef tjáð þér, þá lét ég
Framsóknarblaðið í kaupstaðnum
birta almenningi alla greinargerð
mína, sem hér er birt, sókn og vörn
í deilunni við fjármálaráðherrann og
skattstjórann. Það fannst mér borg-
araleg skylda eins og komið var.
Þau skrif voru mikið lesin í bæn-
um og rædd manna á milli. Þau
vöktu býsna mikla athygli, og ekki
síður ofstækislausra og skynugra
Flokksmanna.
Helgi Benediktsson var þá ritstjóri
Framsóknarblaðsins. Hann sendi
blaðið út um allt land og í hina ólík-
legustu króka og kima þjóðfélagsins,
líka í öll skot dómsmálaráðuneytis-
ins. Þess vegna var þeim allt þetta
mál þar kunnugt. Blaðið var lesið
þar sökum þess, að ráðherra átti hlut
að máli.
Sér grefur gröf, þótt grafi
Eftir að greinargerðin, sem ég
sendi þér hér með í þessu vina- og
frændabréfi mínu, tók að birtast í
blaðinu, sem ég nefndi, hófust um-
ræður í bænum um þessi viðskipta-
mál þingmannsins og fyrirtækja hans
í höfuðstaðnum. „Háttvirtir kjós-
endur“ stefnanda, þingmannsins,
ræddu þau líka, en þó mest í „hálf-
um hljóðum“. Þeir stungu nánast
13LIK
91