Blik - 01.06.1976, Síða 94
saman nefjum um þau innan veggja
heimilanna eða í saumaklúbbum og
svo yfir ölskutlum innan veggja Sam-
komuhússins og á „leynifundum“
broddborgaranna í samkomuhúsi
þeirra neðst við Heimagötuna, þar
sem fundarmenn komu til móts og
skeggræðna í „sjakket“ með gljáandi
silkipípuhatta. Flestum fór búningur-
inn vel nema þeim, sem voru of
þrýstnir um þjóhnappana eins og
Siggi 'bonn og Guffi gossi!
Ekki fór þessi andi hinna lág-
rödduðu viðræðna fram hjá „upples-
ara“ skattsvikabréfsins. - Sá hann
sér ekki slag á borði? - Til þess að
leikurinn sá mætti takast, þurfti að
tryggja sér vináttu og fylgispekt
vissra manna í fulltrúaráði Flokks-
ins. Sjálfsagt hlaut það að taka nokk-
urn tíma. — Fyrst og fremst þurfti að
geta gert einlægum fylgifiskum sín-
um vel til og hamla því á sama tíma,
að ýmsir aðrir næðu tangarhaldi eða
valdaaðstöðu í metorðastiganum.
Og allt tókst þetta smám saman.
Og vinátta þingmannsins var nýtt út
í yztu æsar, þó að honum sjálfum
væri það algjörlega hulið að hverju
var stefnt og hvað skrafað var að
tjaldabaki. Og í fyllingu tímans birt-
ist árangurinn af starfi þessu.
Meistararnir Þórbergur Þórðarson
og Einar ríki Sigurðsson segja svo
frá í 2. bindi af ævisögu athafna-
mannsins, Fagur fiskur í sjó, b!s.
283-284:
„Þegar Guðlaugur komst í fram-
boð til alþingis í fyrsta sinn, hafði
hann undirbúið framboð sitt í full-
trúaráði flokksins í Eyjum á bak við
þáverandi þingmann Jóhann Þ. Jós-
efsson. En þessu var haldið svo vand-
lega leyndu, að J. Þ. J. hafði engar
njósnir af. Þingmaðurinn var kom-
inn til Vestmannaeyja með konu
sinni til þess að sitja þar árshátíð
Flokksins. Þá var alþingismanninum
fært bréf þangað, þar sem hjónin
voru að búa sig til hátíðarhaldanna.
Bréfið var frá fulltrúaráðinu. I bréf-
inu stóð skýrum stöfum, að þess væri
ekki óskað, að hann yrði áfram
þingmaður Vestmannaeyinga.
Þegar hjónin höfðu lesið bréfið,
var þeim ríkast í huga að hætta við
að taka þátt í skemmtuninni. Þó
gerðu þau það og létu sem ekkert
væri.“
Svo mörg eru þau orð meistar-
anna og miklu fleiri.
Fulltrúaráð Flokksins hafði afráð-
ið, að „upplesari skattsvikabréfsins“
skyldi erfa þingsætið. Og það gerði
hann.
Hvers vegna svo að halda þessari
sögu við lýði?
Eg hneykslast ekki á þessari spurn-
ingu. — Hvað er okkur dýrmætara en
óskert mannorð? Ég hef fundið mig
knúðan til að hnekkja þessum lygum
og óskað þess, að svör mín geymist
í Bliki ,þar sem ég hef birt nokkra
smákafla úr ævi- og starfssögu minni
á undanförnum árum.
Og viltu svara mér, vinur minn?
Hvers vegna erum við að Iáta söguna
geyma nöfn þeirra manna, sem beittu
sér fyrir galdrabrennunum á 17. öld-
92
BLIK