Blik - 01.06.1976, Qupperneq 98
kring, gætu með góðri samvizku stutt
goodtemplara til starfs með atkvæði
sínu. En sá, sem ráðinn yrði til lög-
reglustarfs í bænum, þyrfti vissulega
að hafa fleiri góða kosti til brunns að
bera en bindindi á áfenga drykki, þó
að það væri áberandi mikill kostur
allra starfsmanna.
Þar með var þetta mál útkljáð og
annar maður ráðinn í stöðuna.
Næsta dag þinguðu menn á „sjakk-
etum“ þarna neðst við Heimagötuna
og dreyptu á. Ég átti þar trúnaðar-
vin í hópnum, þó að lágt færi.
Nokkrum dögum síðar bar gesti að
garði í Goðasteini, íbúðarhúsi okk-
ar hjóna (nr. 11 við Kirkjubæja-
braut). Þetta voru blessaðir stefnu-
vottarnir í bænum. I fjarveru minni
við skyldustörf afhentu þeir konunni
minni stefnu, sem hún kvittaði fyrir.
Héraðsdómslögmaðurinn, skattstjór-
inn í bænum ,hafði tekið að sér að
reka málið fyrir hinn eiginlega stefn-
anda, brauðgerðarmeistarann. Til-
efni stefnunnar var það, að ég hefði
átt að segja brauðgerðarmeistarann
neyta áfengis hvern dag árið um
kring eða að minnsta kosti annan
hvern dag allt árið. Já, meira að
segja sagt hann fullan hvern dag eða
annan hvern dag árið í kring. Þann-
ig átti sökin a. m. k. að vera borin
fram, og sótt skyldi til þeirrar sakar.
En annað varð uppi á teningnum,
þegar á hólminn kom.
Ég mætti ekki fyrir sáttanefnd, svo
að mál þetta fór fyrir bæjarþingið.
Þess vegna þurfti að stefna mér aft-
ur.
Þegar ég las stefnuna, sá ég mér
strax slag á borði. Stefnan var skakkt
gerð eða orðuð hjá héraðsdómslög-
manninum og þá vitleysu skyldi ég
svo sannarlega notfæra mér.
Sakargiftin var þannig orðuð í
stefnunni og sett innan gæsalappa:
„. . . þar sem ég væri undir áhrifum
hvern dag eða a. m. k. annan hvern
dag ...“ Og taktu vel eftir: Þessi
orð voru sett innan gæsalappa í
stefnunni, sem sé mín eigin orð um
sjálfan mig.
Svo mætti ég í bæjarþinginu á til-
skildum tíma með greinargerð mína
og frávísunarkröfu. Hún hljóðaði
þannig að nokkrum hluta:
„I sáttarkæru, réttarskjali nr. 2,
hefur stefnandi eftir mér í beinni
ræðu innan gæsalappa: „Þar sem ég
er undir áhrifum hvern dag eða að
minnsta kosti annan hvern dag.“ —
Þessi orð kveðst stefnandi taka orð-
rétt eftir mér á bæjarstjórnarfundi
18. jan. s.l. og telur þau „mjög æru-
meiðandi og álitsspillandi fyrir sig.
Hann hefur því hafið málsókn á
hendur mér sökum þeirra. Ég fæ ekki
annað skilið, en að hin tilgreindu
orð eigi við sjálfan mig, eins og þau
eru sett fram í sáttakærunni, og ég
mótmæli því, að þau eigi eða geti
átt við nokkurn annan eða ærumeitt
hann.
Stefnanda brestur algjöran rétt og
aðild til að höfða á mig meiðyrða-
mál út af hnjóðsyrðum eða ásökun-
arorðum, sem ég kann að hafa látið
falla um sjálfan mig, eins og þau
eru sett fram í sáttakærunni. Sjálfs-
96
BLIK