Blik - 01.06.1976, Page 99
asökunarrétturinn er helgasti réttur
tnannssálarinnar, og hann getur eng-
mn tekið frá mér eða dæmt af mér
fremur en það er í mannlegu valdi
að deyða sjálfa sálina.
I réttarhaldi, sem fram fór í máli
þessu 19. marz s.l. fullyrti stefnandi
að ég hefði sagt um hann á bæjar-
stjórnarfundi, að hann (þá hann
sjálfur) væri „fullur“ hvern dag eða
a. m. k. annan hvern dag. Þá koma
sem sé fram nýjar sakir, en ekki
minnzt einu orði á sakarefnið sjálft,
sem sett er fram í sáttakæru, þ. e.
„sjálfsásökunarorðin“.
Þetta var þá meginuppistaðan í
svari mínu við fyrstu stefnu í meið-
yrðamáli þessu, og ég undraðist sljó-
leika hins háskólalærða lögfræðings,
sem rak málið fyrir brauðgerðar-
meistarann.
I bæjarþinginu lagði ég sem sé á
það áherzlu, að stefnandi hefði eng-
an rétt til þess að stefna mér og lög-
sækja mig fyrir sjálfsásökun og benti
dómaranum á orðalag stefnunnar. Þá
gerðist atburður, sem ég gleymi
aldrei:
Héraðsdómslögmaðurinn, skatt-
stjórinn Jón Eiríksson, lagðist að
hálfu leyti fram á borðið fyrir fram-
an dómarann, svo að botninn blasti
við mér. Hann tók upp penna sinn
og breytti orðalagi stefnunnar þarna
fyrir framan nefbroddinn á sjálfum
dómaranum. Það ætlaði hann að
dygði í bæj arþingi Vestmannaeyja!
Eg leyfði mér að benda dómaran-
um á þá staðreynd í lögfræðilegri fá-
vizku minni, að hér væri um skjala-
fölsun að ræða fyrir framan augun
á sjálfum dómaranum, þar sem sak-
argiftirnar væru nú allt aðrar en
teknar væru fram í stefnuafriti því,
sem konan mín hefði veitt viðtöku
fyrir tveim dögum í máli þessu. Hér
væri um skjalafölsun að ræða, sem
ég gerði kröfu til, að umboðsmaður
stefnanda, hinn vísi héraðsdómslög-
maður, yrði dæmdur í sektir fyrir,
skjalafölsun fyrir framan augun á
sjálfum dómaranum. - Jafnframt
krafðist ég þess, að máli þessu yrði
vísað frá bæjarþingi fyrir endalausa
vitleysu og endemis þvælu um það,
að ég hefði sakað sjálfan mig um
drykkjuskap, sjálfur bindindismað-
urinn! Nú fann ég, að ég stóð föst-
um fótum og þá svalaði ég mér ei-
lítið þarna í bæjarþinginu. Þá byrsti
dómarinn sig, varð hryssingslegur í
minn garð, kuldalegur og nánast
ruddalegur. Þessa framkomu hans
hafði ég liðið fyrir áður í „skatt-
svikamálinu“, svo að mér kom hún
ekki á óvart. Ég hafði hugsað þetta
mál og tekið mínar ákvarðanir. Á
þessu kýli skyldi ég stinga og hleypa
út úr því vondum vessa. Hroki valds-
mannsins átti sér lítil takmörk og
samúðin með hinum lögfræðilega
vini og samborgara nánast óviður-
kvæmileg. Enn skyldi til stáls sverfa.
Það hafði ég afráðið. I bæjarþing-
inu lýsti ég yfir andstyggð minn á
framferði dómarans og vildi láta
hann bóka ávítanir mínar í sinn garð
um auðsýnda andúð, hryssing og
kuldaleg svör og hlutdrægni gagn-
vart mér. Jafnframt tilkynnti ég hon-
BLIK 7
97