Blik - 01.06.1976, Side 104
„Ert iþú í þjóðkirkjunni?“ spyr
dómarinn. Vitnið vissi það ekki vel,
hélt það þó eftir nokkra íhugun. -
„Trúir þú á guð?“ spyr dómarinn. -
Steinhljóð. — Og svo: „Jú, ég geri
það. Hann er þó líklega ekki sá sami
og þú trúir á,“ svarar vitnið og bein-
ir orðum sínum að dómaranum. -
Dómarinn anzar því engu.
Síðan vann vitnið eið að því, að
ég hafi fullyrt á bæjarstjórnarfund-
inum, að hrúgað hafi verið saman
fyllibyttum á lista sjálfstæðisflokks-
ins við síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar. - Mér ofbauð. Og svo var
guð kallaður til vitnis!
Dómarinn vissi það vel sjálfur, að
hér voru hin grófustu ósannindi
staðfest með eiði.
Þegar svo hitt vitnið stefnandans,
brauðgerðarmeistarans, mætti fyrir
réttinum, vann það eið að þeim
framburði sínum, að ég hafi sagt
stefnanda fullan hvern dag eða ann-
an hvern dag árið í kring. Hins veg-
ar kvað vitnið sig ekki hafa heyrt
mig nefna „fyllibyttur“ á bæjar-
stjórnarfundinum. — Vitnið var
flokksbróðir stefnanda og átti sem sé
sæti í fulltrúaráði Flokksins.
Svo féll dómur í máli þessu. Ég
var dæmdur til að greiða ríkissjóði
kr. 400,00 í sekt fyrir illmælgi, sem
ég hafði sem sé aldrei sagt og hugs-
unin aldrei átt sér stað í hugskoti
mínu. Jafnframt skyldi ég greiða
stefnanda kr. 250,00 í málskostnað.
Að öðrum kosti skyldi ég sæta fimm
daga fangelsi.
Ég greiddi hvorki sektina né máls-
kostnaðinn. Ég krafðist þess að fá að
sitja hvorttveggja af mér í fanga-
geymslunni í kaupstaðnum eða ann-
ars staðar, þar sem dómsvaldinu
þóknaðist að geyma mig.
Geturðu gert þér í hugarlund,
hvernig þér mundi líða þá stundina.
sem dæmd væri af þér æran fyrir
hugsanir, sem þú hefur aldrei hugs-
að, og orð, sem þú hefur aldrei
sagt?
Ég stóð við þær hótanir mínar að
kæra framkomu dómarans gagnvart
mér í réttarhöldunum, hlutdrægni
hans í orðum, hryssing í tali og and-
blæ í málafylgju. Jafnframt kærði ég
héraðsdómslögmanninn fyrir tilraun
til skjalafölsunar og það fyrir fram-
an nefið á sjálfum dómaranum.
Nokkru síðar barst mér bréf frá
bæjarfógetanum. Með því var afrit
af bréfi Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytisins dags. 21. júní 1951, svo
hljóðandi:
„Eftir viðtöku bréfs yðar, herra
bæjarfógeti, dags. 11. f. m., er fylgdi
útskrift úr réttarrannsókn vegna
kæru Þorsteins Víglundssonar á
hendur Jóni Eiríkssyni, héraðsdóms-
lögmanni, tekur ráðuneytið fram, að
það fyrirskipar ekki frekari aðgerðir
í máli þessu. Ráðuneytið telur hins
vegar eðlilegt, að héraðsdómslög-
maðurinn verði áminntur vegna ó-
viðeigandi háttar hsns við leiðrétt-
ingu á réttarskjali.
F. h. r.e.u.
Ragnar Bjarkan.
Til bæjarfógetans í Vestm.eyjum.“
102
BLIK