Blik - 01.06.1976, Page 105
Risgjöld Gagnfrœðaskólans í Vestmannaeyjum áttu sér stað 29. sept. 1951, eða 20 mán-
uðum eftir að átökin miklu hófust um framhald á byggingarframkvœmdunum.
Vissulega var þetta bréf ráðuneyt-
isins mér dálítil svölun. Og þó að
dómarinn slyppi við opinbera áminn-
ingu, varð hann allt annar viðskiptis
a eftir, svo að ég hafði ekki undan
neinu að kvarta. Og héraðsdómslög-
maðurinn fékk þarna verðskuldaða
aminningu. Mér var efst í huga
spurningin sú, hvernig farið er með
þegnlegan rétt almennings við slíkar
og þvílíkar réttarstofnanir eins og
bæjarþing Vestmannaeyja var þá
samkvæmt reynslu minni, þar sem
lögfræðingasamfellan með allt sitt
mikillæti þarf ekki að óttast and-
stöðu eða séð verður við brellum
hennar, sem annars getur kostað
hana mannorðsblett eða álitshnekki.
Ekki er ýkjalangt síðan ég heyrði
notuð stór orð í fjölmiðli um hið
„illræmda embættismannakerfi lands-
ins“, eins og komizt var að orði.
Mér ofbuðu þessi stóryrði, þrátt fyr-
ir þessa reynslu mína. Mér varð á að
hvarfla huga' til bæjarfógetanna
tveggja í Vestmannaeyjum, sem ég
reyndi alltaf að drengskap og velvild
öll þau ár, sem þeir voru þar embætt-
ismenn íslenzka ríkisins. Það voru
þeir Sigfús M. Johnsen og Torfi Jó-
hannsson. Eg kynntist þeim báðum
mikið, hugsun þeirra og starfi, af
sérstökum ástæðum.
Líklega var það snemma á þessu
ári (1975), að dagblaðið Vísir fór
hörðum orðum um vissan hæstarétt-
ardóm. Þar komst hann m. a. svo að
orði: „. . . Hitt er líklegra, að hér
hafi embættismenn verið að sýkna
embættismenn . ..“
Og svo: „Tímabært er orðið, að
almennir borgarar snúist til varnar
gegn embættismannakerfinu, ekki að-
eins á þessu sviði, heldur ótal öðr-
um . ..“ Eftir nokkurn tíma var rit-
stjórinn rekinn frá blaðinu.
blik
103