Blik - 01.06.1976, Page 118
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Kunnir ættliðir i Eyjum og fleira Eyjafólk
Ég hef jafnan sjálfur haft mesta
ánægju af því að miðla Eyjabúum
nokkurri fræðslu um merka einstak-
linga, sem hér hafa lifaS og starfað
í byggðarlaginu og drýgt dáðir, ofið
þátt sinn í sögu byggðarinnar á um-
liðnum áratugum. ÞaS er von mín
og trú, að fræðslumolar þeir megi
og megni að vekja einhvern hluta
uppvaxandi kynslóðar hér á hverjum
tíma til forvitni um liðna tíð, glæða
sögulegan áhuga og hvetja til fram-
taks og manndómsverka.
Hér óska ég að fara nokkrum orð-
um um merka ættliði, sem lifðu og
störfuðu í þessu byggSarlagi á sín-
um tíma og hafa átt hér merka af-
komendur og eiga enn.
I
Jóhann Bjarnasen verzlunarstjóri,
„assistent í Kornhól"
Með þessum orðum var maður sá
stundum einkenndur á dögum þeim,
er danskt mál var áhrifaríkt í Vest-
mannaeyj abyggð og vald hins danska
einokunarkaupmanns alls ráðandi í
útveri því.
Jóhann Bjarnasen (Bjarnason) var
fæddur að Vatnsleysu í Viðvíkur-
hreppi í Skagafirði áriS 1810.
Kona Jóhanns Bjarnasen var mad.
SigríSur Jónsdóttir verzlunarstjóra
Salomonsen í Kúvíkum á Ströndum,
en þannig voru þær venjulega titlað-
ar, verzlunarstjórafrúrnar á tímum
einokunarverzlunarinnar. Jón Salo-
monsen var kunnur maður á sínum
tíma þar norðurfrá og þótti þar mik-
ilhæfur verzlunarstjóri á einokunar-
tímunum.
Mad. Sigríður Jónsdóttir var fædd
árið 1816 og var þannig sex árum
yngri en eiginmaður hennar, Jóhann
Bjarnasen verzlunarstjóri eða „fac-
tor“, eins og þeir voru jafnan titlað-
ir.
Þessi hjón fluttust til Vestmanna-
eyja árið 1837. Þá hafði Jóhann
Bjarnasen verið verzlunarþjónn á
Skagaströnd nokkur ár hjá Pétri
Duus, verzlunarstjóra þar, síðar
kaupmanni í Keflavík.
Nú gerðist Jóhann Bjarnasen brátt
verzlunarstjóri í Vestmannaeyjum.
Aður en Jóhann Bjarnasen gerðist
verzlunarþjónn hjá Duus þarna á
Skagaströndinni, hafði hann verið
formaður á hákarlaskipi. Þess vegna
titluðu Danir hann „skipper“ fyrst
eftir að hann fluttist til Eyja. Það
þótti yfirmáta veglegur titill, sem
116
BLIK