Blik - 01.06.1976, Page 119
nánast krafðist virðingar og undir-
gefni.
Hjónin Jóhann „skipper" Bjarna-
sen og mad. Sigríður J. Bjarnasen
settust að í húsinu Sjólyst í Eyjum
(nr. 41 við Strandveg). Þar bjuggu
þau fyrstu árin sín í kauptúninu.
Síðar fluttust þau í húseign einokun-
arkaupmannsins austan við Danska-
Garð. Það hét Kornhóll eða Korn-
hólsskans. Það stóð austan við sjálf-
an Skansinn, virkið nafnkunna.
Mad. Sigríður Jónsdóttir Bjarna-
sen lézt 13. apríl 1842 frá fjórum
ungum börnum þeirra hjóna.
Þau voru þessi:
Pétur Jóhann Benedikt, þá 8 ára að
aldri.
Sigurður Gísli Gunnar, 6 ára.
Jóhanna Sigríður Margrét, 3 ára.
Emilía Geirlaug á 1. ári.
Eftir fráfall konu sinnar, mad.
Sigríðar, leitaði verzlunarstjórinn
ráða hjá sóknarpresti sínum og vini,
séra Jóni J. Austmann að Ofanleiti,
hvernig hyggilegast yrði fyrir hann
að halda saman heimilinu og veita
börnunum hollasta og bezta uppeld-
ið. Þau urðu ráðin, að prestsdóttirin
á Ofanleiti og heimasætan þar, Guð-
finna Jónsdóttir prests Austmanns,
gerðist bústýra hjá verzlunarstjór-
anum. Hún var þá 19 ára að aldri.
Eftir vonum gekk þetta allt vel, því
að prestsdóttirin var mesta myndar-
stúlka, heimilisleg og stjórnsöm.
Hún hafði gengið á 'hússtjórnarskól-
ann á Eyvindarstöðum á Álftanesi
hjá Sveinbirni Egilssyni síðar rektor
Sigurður Gísli Gunnar Bjarnasen verzlun-
arstjóri, gjaldkeri Skipaábyrgðarjélags
Vestmannaeyja 1872-1879.
og konu hans, frú Helgu Benedikts-
dóttur Gröndal.
Þrjú ár liðu. Þá lézt verzlunar-
stjórinn Jóhann Bjarnasen frá börn-
unum sínum fjórum. Það var árið
1845.
Sigurður Gísli Gunnar Jóhannsson
Bjarnasen
Niels Nikolai Bryde gerðist ein-
okunarkaupmaður í Vestmannaeyj-
um árið 1844. Þá hafði hann fest
kaup á Danska-Garði í kauptúninu
og einokunaraðstöðunni þar. Hjá
honum var Jóhann Bjarnasen sem
sé verzlunarstjóri, þegar hann féll
frá. Þeir voru gamlir og góðir vinir
og samstarfsmenn við verzlunarstörf-
in norður í Skagafirði, þar sem N.
N. Bryde hafði dvalizt um árabil og
unnið beykisstörf.
N. N. Bryde kaupmanni fannst
117
blik