Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 122
Þannig eru börn þeirra hjóna
skráð í kirkjubók Landakirkju við
burtförina 1883.
Mér hefur verið tjáð, að S. Gísli
G. J. Bjarnasen hafi stundað bóksölu
í Danmörku, eftir að fjölskyldan sett-
ist þar að. Hann lézt 13. marz 1888.
Frú Dorthea Maria Andersdóttir
mun hafa lifað ekkja í 28 ár og látizt
árið 1916.
Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjar-
fógeti, getur þess í einni bók sinni,
að Rósa Bjarnasen hafi starfað nokk-
ur ár símastúlka í Kaupmannahöfn.
Síðan hafi hún gifzt skrifstofustjóra
Sameinaða gufuskipafélagsins í
Höfn. Sami höfundur segir, að Pétur
Bjarnasen hafi verið verzlunarstjóri
íyrir stóru fyrirtæki i Uanmorku.
Og síðast getur hann þess, að Niels
Bjarnasen, sem hér verður rætt um
á eftir, hafi stundað verzlunarstörf í
París.
III
Niels Christian Benedikt Bjarnasen
Fyrir nokkrum árum barst Byggð-
arsafni Vestmannaeyja bókaböggull
frá Danmörku. Sendandi bókanna og
gefandi var Niels Ch. B. Bjarnasen,
fæddur Vestmannaeyingur.
Hann hafði dvalizt erlendis frá
blautu barnsbeini og fylgdi barna-
prófsvottorð hans gjöfinni. Það
sannar okkur, að hann hefur lokið
fullnaðarprófi barnafræðslu í Hinde-
gades Friskole hinn 4. júlí 1894 og
hlotið ágætiseinkunn í öllum kennslu-
greinum.
í böggli þessum reyndust vera
þessar bækur:
Fyrra bindi af Vídalínspostillu,
sem gefið var út 1828, en þá var
postillan gefin út í tveim bindum.
Það var 11. útgáfa af þessu kunnasta
ræðusafni íslenzku þjóðarinnar og
húslestrarbók.
Upprunalega hefur bókin verið
bundin í skinn. En bókin er illa far-
in. Fyrstu blaðsíður bókarinnar eru
ræksni, sem þyrfti að skrifa upp og
endurbæta.
Önnur bókin, sem úr bögglinum
kom, er markverð. Þetta er „Sú
gamla vísnabók“ Guðbrands bisk-
ups Þorlákssonar prentuð á Hólum í
Hjaltadal árið 1746. - Prentarinn
var Halldór Eiríksson hinn lærði
prentmeistari á biskupssetrinu.
Fróðir menn segja mér, að aðeins
sex aðrar Vísnabœkur biskupsins séu
til í allri veröldinni. Þá er bara tölu-
vert sagt. Byggðarsafn Vestmanna-
eyja á sem sé sjöundu bókina.
Þriðja bókin í bögglinum voru
Passíusálmarnir, 28. útgáfa, sem kom
út árið 1855. Þessi bók er fögur svo
að af ber. Hún er bundin í gyllt
skinnband og sérstaklega vel með
farin.
Fjórða bókin í bögglinum var
dönsk: Kvindelig Dannelse, en Gave
for unge Piger, eftir Therese Huber
ved V. Visby, prentuð í Kaupmanna-
höfn 1840. Þarnavoru dönskum stúlk-
um veittar ráðleggingar um að halda
fegurð sinni og auka hana eilítið, ef
skaparanum hefði að einhverju leyti
verið mislagðar hendur, þegar hann
120
BLI K