Blik - 01.06.1976, Side 123
Niels Christian Benedikt Bjarnasen.
mótaði andlit þeirra og annað útlit!
Eg hef lesið ýmislegt í þessari bók
mér til nokkurrar ánægju. Sumt hef-
ur vakið kátínu mína og aukið skiln-
ing minn á allri þeirri snyrtingu, sem
danskar stúlkur og frúr báru utan á
sér á Austurlandi á uppvaxtarárum
mínum þar.
Og nú veiztu það, lesari minn
góður, hver gefandinn var. Hann
var, eins og ég hef hér greint þér frá,
annað yngsta barn þeirra hjónanna
frú Dortheu Maríu Andersdóttur frá
Stakkagerði og S. Gísla G. J. Bjarna-
sen.
Niels Ch. B. Bjarnasen mun hafa
gerzt verzlunarmaður eins og faðir
hans og verið kaupmaður nokkurn
hluta ævinnar.
Námsvottorð hans frá Hindegadens
Friskole bendir til þess, að hann hafi
verið mikill námsmaður, bæði gáf-
aður og iðinn.
Og hókaböggullinn hans, sem
hann sendi til bernskubyggðar sinn-
ar, er hann nálgaðist áttatíu ára ald-
urinn, gefur ótvírætt í ljós tryggð
hans við hana og ættland sitt.
Niels Ch. B. Bjarnasen var föður-
bróðir eins okkar kunnasta samborg-
ara á sinni tíð hér í Eyjum, Jóns
heitins Gíslasonar að Ármótum við
Skólaveg. Sá mæti maður á hér
merka afkomendur í bænum og hef-
ur átt um árabil. Ég óska að skrifa
og biðja Blik mitt að geyma stutta
grein um uppruna hans og ævistarf.
IV
Gísli Gíslason Bjarnasen og eigin-
konan Helga Guðmundsdóttir
Haustið 1857 dvaldist í Vest-
mannaeyjum stúlka nokkur frá Hall-
geirsey í Landeyjum. Hún hét Halla
Sigurðardóttir.
Þetta haust var S. Gísli G. J.
Bjarnason starfandi búðar- eða verzl-
unarþjónn við verzlunina Júlíushaab
eða Tangaverzlunina, eins og hún
var nefnd öðru nafni. I október var
efnt til ralls í Eyjum, eins og dans-
leikir voru þá oft nefndir þar. Þeir
fóru þá oftast fram í heimahúsum
hjá þeim, sem töldust búa við tölu-
vert húsrými. Stundum voru dans-
leikir þessir haldnir í fiskhúsum, t. d.
á haustin, þegar þau höfðu verið
tæmd og fiskurinn allur fluttur út
með verzlunarskipum einokunar-
kaupmannsins. Þannig var það, t. d.
um Kumbalda, saltgeymslu- og fisk-
blik
121