Blik - 01.06.1976, Page 124
geymsluhúsið á Skansinum, sem
brann til kaldra kola aðfaranótt 8.
janúar 1950. Það var byggt á seinni
hluta 19. aldar og varð frægt fyrir
það hlutskipti að vera leikhús og
rall-hús um árabil á haustin, eftir að
verzlunarskipin voru farin fullfermd
fiski og öðrum afurðum þar i Eyj-
um. Þannig stuðluðu verzlunarstjór-
arnir að því eftir mætti, að Eyjabúar
gætu á stundum „lyft sér eilítið upp“
og elskast „á laun“, sérstaklega þá
unga fólkið. Þá voru „kavilerarnir“
flestir undir áhrifum áfengis, sem
var selt eftir vild í einokunarverzl-
uninni. Þar stóð tunna á stokkum.
Og svo einkenndust „röllin“ af hátt-
um þeirra og hæfni til að dansa og
dilla sér og deila ástum við „hið
veikara kyn“, sem þá gerði lítið að
því að neyta hinna sterku drykkja.
Þá mátu þær meira sóma sinn og
kvenlegan yndisþokka.
Það getur hafa verið að loknum
dansleik í einu af „pakkhúsum“ ein-
okunarkaupmannsins í október 1857,
að Halla Sigurðardóttir frá Hall-
geirsey í Landeyjum lét „fallerast“, -
lét undan ásækni verzlunarþjónsins í
Julíusarhaabverzlun, Sigurðar Gísla
Gunnars Jóhannssonar Bjarnasen, og
veitti honum meira en hún sjálf hafði
gott af, þar sem hún átti allt á hættu.
Enda gerði hann henni barn í þess-
um ástarleik. Veturinn allan (1857-
1858) dvaldist Halla frá Hallgeirsey
síðan við störf í verstöðinni, en
hvarf heim að vertíð lokinni, enda
þá komin langt á leið. Hún ól barnið
í júlí um sumarið (1858).
Halla Sigurðardóttir ól sveinbarn,
sem var skírt nafni föður síns, þó að
hann vildi lítið við það kannast.
Gísli Gíslason Bjarnasen var nafnið
á sveinbarni þessu. Litli drengurinn
naut ástar og umhyggju móður sinn-
ar og aðhlynningar hins góða fólks í
Hallgeirsey næstu tvö árin. En árið
1860, þá tæpra tveggja ára, var hann
fluttur út til Vestmannaeyja. Hafði
honum þá verið komið í fóstur hjá
hjónunum í Ottahúsi, frú Jórunni
Jónsdóttur prests Austmanns og Jóni
Salomonsen hafnsögumanni, en hann
var sonur Jóns Salomonsen verzlun-
arstjóra í Kúvíkum á Ströndum og
þannig ömmubróðir litla drengsins.
Það var Gísla litla Gíslasyni
(Bjarnasenl frá Hallgeirsey mikil
gæfa að hljóta fóstur hjá frú Jórunni
húsfreyju í Ottahúsi. Svo viðurkennd
var kona sú fyrir manngæzku, mynd-
arskap og mennilega hætti. Sjálfri
varð henni ekki barna auðið í tveim
hjónaböndum. En hún var barngóð
með afbrigðum og ól upp fleiri börn
en Gísla G. Bjarnasen. Hún fóstraði
t. d. Kristínu Arnadóttur, systur Á-
gústs Árnasonar, kennara í Baldurs-
haga (nr. 5 A við Vesturveg). K. Á.
giftist Jóhanni Jónssyni frá Túni,
trésmíðameistara á Brekku (nr. 41
við Faxastíg. Þau voru foreldrar
Engilberts trésmíðameistara Jóhanns-
sonar „í Smið“, eins og hann var oft
nefndur, og frú Þorsteinu Jóhanns-
dóttur í Þingholti og þeirra mörgu
systkina.
Engilbert Jóhannsson heitir nafni
síðari manns frú Jórunnar, Engil-
122
HLIK