Blik - 01.06.1976, Qupperneq 125
berts Engilbertssonar, bróður Gísla
verzlunarstjóra föður Engilberts sál-
aða Gíslasonar málarameistara.
Einnig ól frú Jórunn upp Maríu
Iranberg, umkomulitla og fátæka
stúlku, sem e. t. v. hefði lent á von-
arvöl, ef „gæðakonan góða“ hefði
ekki gert á henni miskunnarverkið.
Séra Brynjólfur Jónsson, sóknar-
prestur að Ofanleiti, fermdi Gísla
Gíslason, fóstursoninn í Ottahúsi,
vorið 1872. Þá var hann tæpra
fjórtán ára að aldri. Um haustið 5.
nóvember lézt fósturfaðir hans, Jón
hafnsögumaður Salomonsen.
Afram dvöldust þau saman í Otta-
húsi, fósturmóðirin og fóstursonur-
inn, og vann hann henni eftir megni.
Helzt hafði hann á hendi ýmsa snún-
mga við Garðsverzlun, þar sem fað-
irinn, S. G. G. J. Bj., var þá verzlun-
arstjóri.
Snemma bar Gísli Gíslason
(Bjarnasen) í Ottahúsi gæfu til að
meta að verðleikum manngæzku og
fórnarlund fósturmóður sinnar og
móðurlega umhyggju hennar. Þeir
eiginleikar hans og sálarþroski urðu
honum sjálfum síðar til hinnar mestu
gæfu og heilla og hamingju á lífsleið-
inni.
Lítillar fræðslu mun Gísli Gísla-
son hafa notið í uppvexti sínum um-
fram það að læra að lesa hjá fóstru
sinni og draga til stafs, því að barna-
skóli var þá enginn í Vestm.eyjum.
Þó er rétt að geta þess hér, að Bjarni
E- Magnússon, sýslumaður þeirra
Eyjamanna, sá sem stofnaði Báta-
ábyrgðarfélag Vestmannaeyja 1862
og svo bókasafn byggðarinnar sama
ár, kenndi þá og síðar börnum og
unglingum skrift og reikning heima
hjá sér á vetrum, þegar honum vannst
tími til þess frá embættisönnum.
Ekki er mér um það kunnugt, hvort
Gísli Gíslason í Ottahúsi naut kennslu
sýslumannsins, en ekki þætti mér
það ólíklegt, svo mikill hlýhugur og
jafnvel vinátta var jafnan ríkjandi á
milli frúnna Jórunnar J. Austmann
og Hildar Thorarensen, konu sýslu-
mannsins. En hvort svo hefur verið
eða ekki um æskunám Gísla Gísla-
sonar ÍBjarnasen), þá átti hann þó
eftir að njóta góðrar kennslu einn
vetur, þegar hann var á sextánda
árinu. Kennsla þessi barst honum svo
að segja upp í fangið haustið 1874,
þegar Páll Pálsson, síðar nefndur
Jökulfari. ÍSjá Blik 1972), fluttist til
Eyja til þess að stunda þar kennslu
barna og unglinga á eigin spýtur.
Páll kennari fékk einmitt inni með
sjálfan sig og kennslustörf sín hjá
fósturmóður Gísla Gíslasonar‘„ og
naut hann þá kennslu þar með fleiri
börnum og unglingum þann vetur í
Eyjum, t. d. Gísla Lárussyni frá Búa-
stöðum, sem var sjö árum yngri en
Gísli Gíslason. A efri árum sínum
mundi Gísli Lárusson vel samnám
þeirra nafnanna hjá Páli kennara
Pálssyni veturinn 1874-1875.
Árið 1876 giftist frú Jórunn J.
Austmann öðru sinni. Seinni maður
hennar var Engilbert Engilbertsson
frá Syðri-Mörk undir Eyjafjöllum,
albróðir Gísla Engilbertssonar verzl-
unarstjóra við Júlíushaabverzlunina.
I5LIK
123