Blik - 01.06.1976, Page 131
Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja
Framhald
(Árin 1972 og 1973 birti ég í
Bliki skýringar við 562 hluti í Byggð-
arsafni Vestmannaeyja. Eldgosið á
Heimaey truflaði þetta starf mitt og
fasrði það úr skorðum, svo að fram-
hald á minj askránni birtist ekki í
Bliki 1974, sem var 31. árgangur
ntsins. Hér birti ég framhaldið, skýr-
ingar við hluti nr. 563-989 og fylla
þær þrjár arkir. Þá hef ég látið
prenta 8 arkir af minjaskránni eða
samtals 128 bls. Sé engin skýring við
nlutinn, er ástæðan sú, að mér er
ekki leyfilegt að tjá hana eða ég veit
engin deili á því, hver hann hefur
átt. - (Þ. Þ. V.).
7. kafli
Ur og klukkur
563. Bakkaúr. Þetta gamla bakka-
ur „erfði“ Byggðarsafnið úr dánar-
búi frú Margrétar Sigurþórsdóttur
húsfr. á Garðstöðum (nr. 5) við Sjó-
mannasund. Ur þetta var keypt á
Eyrarbakka á fyrri öld og var lengi
eign Sigurþórs bónda Olafssonar á
Garðstöðum á Rangárvöllum, föður
frú Margrétar. Kristján Thorberg,
matsveinn, fóstursonur frú Margrét-
ar, og kona hans frú Lydia Einars-
dóttir gáfu Byggðarsafninu úrið.
564. Klukka. Þessa borðklukku
áttu héraðslæknishjónin frú Anna og
Halldór Gunnlaugsson. Héraðslæknir
þessi starfaði hér í Eyjum við góðan
orðstír í 18 ár (1906-1924). Hann
drukknaði við Eiðið 16. des. 1924.
Börn læknishjónanna gáfu Byggðar-
safninu klukkuna.
565. Klukka. Þessa klukku áttu
hjónin á Gjábakka (nr. 8) við Bakka-
stíg, Jón kaupmaður Einarsson og
frú Sesselja Ingimundardóttir.
566. Klukka - veggklukka. Þessa
veggklukku áttu héraðslæknishj ón-
in í Landlyst (1865-1905) Þorsteinn
Jónsson og frú Matthildur Magnús-
dóttir. Hjónin áttu klukku þessa um
tugi ára. Þegar læknishjónin fluttu
héðan árið 1905, gáfu þau hjónunum
á Hjalla við Vestmannabraut (nr.
57) klukkuna, en þau voru þá frú
Kristólína Bergsteinsdóttir og Sveinn
Pálsson Scheving meðhjálpari.
Einar Einarsson frá Norðurgarði
eignaðist síðan klukkuna og flutti
hana með sér til Reykjavíkur. Þegar
hann féll frá, var hún send Byggðar-
safninu samkvæmt beiðni hans.
Upprunalega var annar kassi
skrautlegri um klukkuverkið, en hann
fór forgörðum veturinn 1918 í kulda
blik 9
129