Blik - 01.06.1976, Side 132
Og raka frostavetrarins mikla, og
smíðaði þá Agúst kennari og smið-
ur Árnason í Baldurshaga (nr. 5 A)
við Vesturveg þennan klukkukassa.
567. Klukka. Þetta er elzta klukk-
an, sem Byggðarsafnið á. Klukku
þessa áttu hin merku og nafnkunnu
hjón í Nýjabæ, frú Kristín Einars-
dóttir húsfr. og Magnús J. Aust-
mann, hóndi þar og alþingismaður
Eyjabúa. Þau giftust árið 1844 og
fengu þá m. a. klukku þessa í brúð-
argjöf. M J. Austmann andaðist
1859.
Fósturdóttir þeirra hjóna var frú
Kristín S. Jónsdóttir, síðar kona
Davíðs Árnasonar afgreiðslumanns
frá Grænanesi í Norðfirði. Þau
bjuggu hér á Olafsvöllum (nr. 61)
við Strandveg. Frú Kristín eignaðist
klukkuna, þegar fóstra hennar féll
frá árið 1899. Frú Ásta Gunnarsdótt-
ir, húsfreyja í Hólshúsi, er dóttir frú
Kristínar S. Jónsdóttur. Hún eignað-
ist klukkuna að móður sinni látinni
og gaf hana Byggðarsafninu.
568. Klukka. Þessar klukkur voru
framleiddar á styrjaldarárunum síð-
ari (1939-1945). Ekki var þá leyft
að nota málm í klukkukassa. Alla
málma þurfti að nota í þágu hern-
aðarátakanna til tortímingar eignum
og mannslífum.
569. Borðklukka. Þessa gömlu
klukku áttu tómthúshjónin á Fögru-
völlum, Sigurður sjómaður Vigfús-
son (Siggi Fúsa) og frú Þorgerður
Erlendsdóttir. Hann var einn af
kunnustu sjómönnum hér í kauptún-
inu á sínum langa æviferli. Þau
hjónin bjuggu að Fögruvöllum við
Strandveg (áður nr. 39 C, nú nr. 18
við Miðstræti) um hálfrar aldar
skeið eða frá 1885-1935. Ýmsir töldu
Sigurð Vigfússon fræðaþul og svo
eru ýmis hnyttiyrði eftir honum
höfð.
570. Klukka (standklukka). Hún
var á sínum tíma eins konar „Born-
holmsklukka“, sem stóð um árabil í
stofunni á Gerði hjá hjónunum frú
Margréti Eyjólfsdóttur og Guðlaugi
bónda Jónssyni, útgerðarmanni. -
Klukkukassa þennan smíðaði á fyrri
öld Jón bóndi og smiður Vigfússon
í Túni.
571. Klukka. Þegar flúið var úr
bænum með Byggðarsafnið á fyrstu
dögum eldsumbrotanna, tapaðist
annar „vængurinn“ af klukkukassa
þessum. Þessa klukku áttu fósturfor-
eldrar Þorsteins Þ. Víglundssonar,
hjónin á Hóli í Norðfirði, frú Stefan-
ía Guðjónsdóttir frá Hamarsholti í
Hreppum og Vigfús smiður og út-
gerðarmaður Sigurðsson frá Kúf-
hóli í Eandeyjum. Hann smíðaði
klukkukassann. Þ. Þ. V. erfði klukku
þessa eftir fósturforeldra sína og gaf
hana Byggðarsafninu.
572. Klukka. Þessi veggklukka var
keypt haustið 1927 af Gísla Lárus-
syni gullsmið í Stakkagerði, sem
verzlaði þar með úr, klukkur og
skartgripi. Hjónin Þorsteinn Þ. Víg-
lundsson og Ingigerður Jóhanns-
dóttir, sem þá voru nýflutt til kaup-
staðarins, keyptu þessa klukku og
áttu hana um tugi ára. Þau gáfu
hana Byggðarsafninu.
130
BI.IK