Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 135
590. Skipsklukka. Þessa skips-
klukku sendi Friðrik Ólafsson, sem
var skipherra á varðskipum ríkisins
í 6 ár á árunum 1925-1934. Síðar
var hann skólastjóri Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík. Björgunar- og varð-
skipið Þór strandaði á Sölvabakka-
skerjum utanvert við Blönduós 21.
des. 1929. Friðrik Ólafsson bjarg-
aði ýmsum hlutum úr varðskipinu,
ro. a. þessari klukku, sem hann sendi
Byggðarsafninu að gjöf. Klukka
þessi mætti minna Eyjafólk á það
mikla framtak, er Eyjamenn keyptu
þetta fyrsta björgunar- og varðskip
islenzku þjóðarinnar til landsins ár-
ið 1920.
591. Borðklukka.
592. Lóðaklukka. Þessa litlu lóða-
klukku átti frú Una Jónsdóttir, skáld-
kona, sem bjó um árabil að Faxastíg
21 (Sólbrekku) hér í bæ.
593. Veggklukka.
594. Urfesti. Urfesti þessi fylgdi
úri nr. 584.
595. Urkassi, gulur að lit. Urkass-
ar þessir voru algengir hér áður fyrr,
þegar vasaúrin voru í tízku. Þeir
voru notaðir til hlífðar þeim í vest-
isvasa. Þennan kassa átti Einar Kári
Jónsson frá Káragerði (sjá nr. 584).
8. kafli
Póstur og sími
596. Flöskuskeyti. Um aldir var
byggðin í Vestmannaeyjum mjög
einangruð. Skipaferðir voru strjálar
og vikum saman var ekki lendandi
við sanda Suðurlandsstrandarinnar
sökum brims. Fyrr á tímum var þess
vegna algengt, að Eyjabúar sendu
boð í flöskum til vina og nánasta
vandafólks í Suðursveitum landsins
með því að láta sunnan storminn
bera skeytið (flöskuna) norður til
strandar.
Oft var daglega genginn Landeyja-
sandur í leit að reka, og svo fiski til
matar. Þá fundust flöskur þessar.
Skeytunum var komið til skila svo
fljótt sem við varð komið. Það þótti
sjálfsögð skylda og var ríkjandi
drengskapur. Launin, burðargjald-
ið, fólst í flöskunni: Eilítil tóbaks-
lús.
Þetta er eftirlíking af flöskuskeyti,
sem frú Ingibjörg Ólafsdóttir frá
Bólstaðarhlíð (nr. 39 við Heima-
götu) sendi föður sínum, Olafi bónda
Ólafssyni í Eyvindarholti undir Eyja-
fjöllum, haustið 1921. - Guðjón
skipstjóri Jónsson frá Sandfelli (nr.
36 við Vestmannabraut), kastaði
flöskunni í sjóinn norður af Eiði á
leið í fiskiróður. Ekki er annað vit-
að, en að þetta hafi verið síðasta
flöskuskeytið, sem sent var milli
Eyja og lands.
597. Frímerkjahylki. Þessi bláu
hylki notaði póststjórnin íslenzka um
tugi ára lil þess að senda frímerki í
til pósthúsa víðsvegar um landið.
Þetta gamla frímerkj ahylki fannst í
gömlum skjalakassa, sem geymdur
var í Godthaabshúsinu frá þeim
tíma, er Gísli J. Johnsen gerðist hér
póstmeistari (1904). Þá gerði hann
húsið Godthaab að pósthúsi. En hylk-
ið er eldra. Sigfús Árnason á Litlu-
blik
133