Blik - 01.06.1976, Síða 138
ferjumanns og bónda Bjarnasonar í
Háfshól í Holtum. Fyrri kona Filipp-
usar ferjumanns, frú Guðrún Arna-
dóttir, dannibrogsmanns og bónda
Jónssonar, átti tínu þessa. Hún var
fædd að Stóra-Hofi á Rángárvöllum
26. okt. 1833 og lézt árið 1866. Frú
Guðrún var unglingsstúlka, þegar
hún eignaðist tínuna.
Frú Salvör Þórðardóttir var fædd
16. nóv. 1831 og andaðist í Ásgarði
við Heimagötu 17. nóv. 1911. Dætur
Árna Filippussonar, stjúpsonar henn-
ar, frú Guðrún og frú Katrín, gáfu
Byggðarsafninu hnyklatínuna.
613. Kembulár eða lyppulár.
Kembulár þennan átti frú Ingibjörg
Jónsdóttir, húsfreyja í Hraungerði
(nr. 9) við Landagötu. Hún var síð-
ari kona Gottskálks sjómanns Hreið-
arssonar og stjúpa Sigurðar Gott-
skálkssonar ,síðast bónda á Kirkju-
bæ. - I kembulárinn voru lagðar
kembur, þegar verið var að kemba
ullina.
Áður en rokkar komu til sögunn-
ar, var ullin lyppuð ofan í lárinn.
Þar af nafnið lyppulár. Ullin var þá
spunnin á halasnældu eins og hross-
hár.
Kembulár þessi á dálitla sögu.
Móðir frú Ingibjargar í Hraungerði,
frú Katrín Guðmundsdóttir, eignað-
ist lárinn úr dánarbúi séra Ásmund-
ar sóknarprests í Odda á Rangárvöll-
um Jónssonar. Hann lézt árið 1880.
Móðir séra Ásmundar, frú Karítas
Illugadóttir, kona Jóns lektors Jóns-
sonar á Bessastöðum, átti lárinn upp-
haflega. Hún lézt árið 1837. Þá eign-
aðist sonur hennar, séra Ásmundur,
lárinn.
614. Krókarefskefli. Þau voru
smíðuð úr einni spýtu og þóttu völ-
undarsmíð, ef vel tókst að telgja þau.
Þau þóttu jafnan dýrgripir. Miklar
hannyrðakonur áttu þau jafnan. Þær
höfðu á þeim mislitan þráð til út-
sauma. Á þeim voru 2 eða 3 þráða-
höld, sem svo voru nefnd. Þetta
krókarefskefli áttu hjónin Sigfús M.
og Jarþrúður P. Johnsen og gáfu það
Byggðarsafninu.
615. Prjónastokkur, skrautmálað-
ur. Prjónastokkur þessi er mjög gam-
all. Frú Katrín Þórðardóttir í Júlíus-
haab á Tanganum hér á Heimaey,
flutti hann með sér hingað til Eyja
árið 1869, en hún var tengdamóðir
Gísla verzlunarstjóra Engilbertsson-
ar í Júlíushaabverzlun. - Eiginmað-
ur hennar var Þórarinn bóndi Þór-
arinsson frá Mörtungu á Síðu. Frú
Katrín Þórðardóttir eignaðist prjóna-
stokkinn, þegar hún var fermd eða
um það bil 1820. Þau hjón bjuggu
í Neðra-Dal undir Eyjafjöllum.
616. Prjónastokkur. Þennan út-
skorna prjónastokk átti Guðrún Páls-
dóttir prests Jónssonar á Kirkjubæ,
Gunna skálda, sem svo var kölluð, af
því að hún lét oft fjúka í kviðling-
um, og var hún vel hagmælt eins og
séra Páll skáldi faðir hennar. Hún
fæddist árið 1818 og lézt 1890. Síð-
ustu æviárin bjó hún í tómthúsinu
Kuðungi við Sjómannasund, sem var
þröng gata, er lá norður á Strandveg-
inn.
617. Prjónastokkur. Þennan
136
BLIK