Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 140
um tugi ára. Maður hennar var Is-
leifur bóndi Guðnason. Þau hættu
búskap á Kirkjubæ árið 1919 og fékk
þá Þorbjörn Guðjónsson jörðina til
ábúðar. Frú Una Helgadóttir, tengda-
dóttir þeirra hjóna, gaf Byggðar-
safninu rokkinn.
623. Rokkur. Þennan sérlega rokk
smíðaði á fyrstu árum 20. aldarinn-
ar Jón rennismiður Þórðarson, lcall-
aður Hlíðarskáld. (F. 1862, d. 1926).
- Rokkurinn er með „koparstelli“.
Rokkinn átti upprunalega frú Sess-
elja Ingimundardóttir, kona Jóns
kaupmanns Einarssonar á Gjábakka
(nr. 8 við Bakkastíg). Sakir vináttu
gaf hún rokkinn frú Helgu Skúla-
dóttur, prestfrú á Kálfafellsstað í
Suðursveit, sem var kona séra Péturs
Jónssonar sóknarprests þar (d.
1926). Frú Helga Skúladóttir var
frá Sigríðarstöðum í Ljósavatns-
skarði. Hún lézt árið 1953 og þá 87
ára gömul.
Við lát prestsfrúarinnar eignaðist
frú Jarþrúður P. Johnsen, dóttir
prestshjónanna, rokkinn. Eins og
Eyjabúum er kunnugt, var hún kona
Sigfúsar M. Johnsen, fyrrverandi
bæjarfógeta í Eyjum. Þau hjón gáfu
Byggðarsafninu rokkinn.
624. Rokkur, svartur að Iit. Þenn-
an rokk átti frú Guðríður Jónsdótt-
ir frá Káragerði í Landeyjum, húsfr.
á Heiði (nr. 34) við Heimagötu,
kona Sigurðar Sigurfinnssonar,
hreppstjóra. Hún varð síðar kona
Guðjóns Jónssonar, skipstjóra á
Heiði (nr. 19) við Sólhlíð. (Hús
þetta var oft nefnt Stóra-Heiði og var
steinhús, sem skemmdist mikið í
gjóskuregninu í Eyjum við eldgosið
1973 og var brotið niður til grunna
sumarið 1975). Eftir fráfall Guðríð-
ar Jónsdóttur kvæntist Guðjón skip-
stjóri Bjarngerði Olafsdóttur. Hún
gaf Byggðarsafninu rokkinn eftir lát
Guðjóns skipstjóra.
625 og 626. Rokkar. A fyrstu árum
vélbátaútvegsins í Vestmannaeyjum
fluttu til Eyja hjónin Ingimundur
Jónsson og frú Kristín Hreinsdóttir,
öldruð að árum. Með þeim fluttu til
Eyja tvær dætur þeirra, Margrét og
Jónína. Eftir fráfall hjónanna bjuggu
dæturnar hér í Eyjum um árabil,
t. d. um tíma í Hólmgarði (nr. 12)
við Vestmannabraut. Þær voru hin-
ar nýtustu konur, sem unnu hér við
framleiðslustörf, t. d. við fiskþvott,
fiskþurrkun o. s. frv. Á haustin og
fram að vertíð unnu systurnar að
tóskap svo að orð fór af. Árið 1953
voru þessar systur hættar erfiðis-
vinnu ,enda var Margrét Ingimund-
ardóttir þá orðin 84 ára og Jónína
systir hennar 74 ára. Enn bjuggu
þær þá saman í Hólmgarði. Llm
þetta bil sendu þær Byggðarsafninu
rokkana sína, snældustólana og ull-
arkambana. Þessi tóvinnutæki þeirra
systra eru hér til sýnis.
627. Rokkur. Þennan rokk átti frú
Ingigerður Bjarnadóttir, kona Magn-
úsar Árnasonar innheimtumanns að
Lágafelli (nr. 10) við Vestmanna-
braut. Magnús Árnason gaf Byggð-
arsafninu rokkinn eftir lát konu sinn-
ar.
628. Rokkur. Þennan rokk átti
138
BLIK