Blik - 01.06.1976, Side 141
fóstra mín, frú Stefanía Guðjóns-
dóttir að Hóli í Noröfirði. (Sjá Blik
1973, bls. 76).
629. Rokkur. Frú Guðrún Brands-
dóttir heitir kona Eyjólfs Gíslasonar,
fyrrv. bátaformanns eða skipstjóra,
og bjuggu þau hjón á Bessastöðum,
íbúðarhúsi þeirra, sem stóð kippkorn
austan við íbúðarhúsið að Stóra-
Gerði. Frú Guðrún var á yngri árum
tóskaparkona mikil og hannyrða-
kona. Hún gaf Byggðarsafninu rokk-
inn.
630. Rokkur. Þessi stóri rokkur
var nefndur tog- eða tvinningarrokk-
ur, enda notaður til þess að spinna
tog eða tvinna band. Rokkinn átti
og notaði Sigurður Guðbrandsson
frá Stokkseyri. Hann dvaldist síð-
ustu árin hjá dóttur sinni hér í bæ,
frú Sigurbjörgu Sigurðardóttur að
Helgafellsbraut 17. Rokkur þessi var
smíðaður árið 1907.
631. Rokkur. Hann er smíðaður
úr íslenzku birki. Rokkinn smíðaði
Sigurður smiður Isleifsson í Merki-
steini við Heimagötu (nr. 9) fyrir
frú Stefaníu Einarsdóttur, konu Guð-
mundar skipstjóra Vigfússonar frá
Holti við Asaveg (nr. 2). Frú Stefan-
ía gaf Byggðarsafninu rokkinn.
632. Rokkur. Þennan rokk átti frú
Una Jónsdóttir, skáldkona, sem bjó
urn árabil að Sólbrekku (nr. 21) við
Faxastíg.
633. Rokkur, smíðaður út tekk.
Þennan rokk smíðaði Sigurður tré-
smíðameistari Isleifsson í Merki-
steini (nr. 9) við Heimagötu handa
Guðrúnu Jónsdóttur, konu sinni
frá Káragerði. Hún spann mikið á
rokkinn öll dvalarár sín í Eyjum.
Hjónin frú Agnes og Ingi smiður
Sigurðsson í Merkisteini, sonur hjón-
anna, gáfu Byggðarsafninu rokkinn.
Snældustóllinn fylgdi rokknum.
634. Rokkur með málmhjóli. Rokk
þennan eignaðist Byggðarsafnið úr
dánarbúi hjónanna í Viðey (nr. 30)
við Vestmannabraut, frú Pálínu
Jónsdóttur og Guðmundar útgerðar-
manns Einarssonar.
635. Rokkur. Þennan rokk átti frú
Kristín Vigfúsdóttir frá Keldum á
Rangárvöllum, kona Halldórs Brynj-
ólfssonar frá Gvendarhúsi. Hún flutt-
ist til Vestmannaeyja árið 1907. Hún
lézt 1936 og hafði þá verið stoð og
stytta eiginmanns síns um 30 ára
skeið, en hann var blindur frá æsku-
árum sínum. (Sjá grein um þau hjón
í Bliki 1954). Frú Steinunn Svein-
bjarnardóttir, dóttir frú Kristínar,
gaf Byggðarsafninu rokkinn.
636. Salonsábreiða, brekán, ofin
rúmábreiða. Hún er um það bil 70
ára gömul eða unnin 1905. Ábreiðu
þessa fékk Jón verkamaður Sveins-
son á Nýlendu (nr. 42) við Vest-
mannabraut, í fermingargjöf árið
1905. Frú Arnbjörg Guðmundsdótt-
ir spann bandið og óf ábreiðuna.
637. Sauðarvölur, Þráðarvölur, lið-
bein úr kné kindar. Á þær var undið
ullarbandið, þegar það var undið í
hnykil. Þessar tvær sauðarvölur átti
og notaði ein hin mesta tóskapar-
kona hér á sinni tíð, frú Marta Jóns-
dóttir í Baldurshaga (nr. 5 A) við
Vesturveg. Dóttir hennar, frú Ingi-
blik
139