Blik - 01.06.1976, Page 143
að í uppvexti sínum í Holtum í
Hangárvallasýslu, og svo þegar hann
var sýsluskrifari hjá Hermanníusi
Klíasi Johnsson sýslumanni Rang-
vellinga fyrir og eftir 1880. Þá mun
hann hafa smíðað sér þennan span-
stokk.
656. Snœldusnúður. Snúðurinn á
þessari tvinningarsnældu er mjög
gamall. Hann fannst í bæjarrúst í
Mýrdal fyrir um það bil 120 árum
eða um miðja s.l. öld. Hann fylgdi
búslóð Mýrdælings, sem hingað
flutti um eða rétt eftir aldamótin.
Gefandi: Sigfús M. Johnsen, fyrrv.
bæjarfógeti, sem jafnframt fullyrti
aldur hlutarins.
657. Tína, hnyklatína, mjög göm-
ul. Þær voru notaðar til að geyma
í bandhnykla o. fl. þess háttar frá
ullariðnaðinum. Tínuna átti frú
Kristín Gísladóttir húsfr. á Vestri-
Búastöðum, sem lét setja nýtt lok á
tínuna, þegar upprunalega lokið var
slitið og ónýtt.
658. Tvinningarsnœlda. Þessa
snældu átti og notaði frú Marta Jóns-
dóttir í Baldurshaga. Ingibjörg dótt-
ir hennar gaf Byggðarsafninu hana
eftir daga móður sinnar.
659. Tvinningarsnœlda.
660. Tvinningarsnœlda. Þessi
snælda er sérleg og verðmætur hlut-
ur í hverju minjasafni vegna þess,
að snúður hennar er renndur úr
hvalbeini. Kristján Sigurðsson,
verkamaður að Brattlandi við Faxa-
stíg (nr. 19) gaf Byggðarsafninu
snældu þessa. Mun hann sjálfur hafa
smíðað hana.
661. Tvinningarsnœlda. Svona litl-
ar tvinningarsnældur notuðu börn
og unglingar. Þessi snælda er með
fagurlega útskornum snúð og mjög
gömul. Efst á skaftinu standa staf-
irnir Þ. P. Ekki er vitað, hver hefur
átt snældu þessa.
662. Tvinningarsnœlda mjög göm-
ul. Snúðurinn er skorinn út og hefur
verið listilega vel gerður. Snældan
ber aldurinn með sér.
663. Tvinningarsnœlda, lítil með
útskornum snúð.
664. Tvinningarsnœlda.
665. Ullarkambar, gömul gerð.
Eftir að hin yngri gerðin af ullar-
kömbum tók að flytjast til landsins,
var hætt að notast við þessa gerð til
þess að kemba ullina. Eftir það voru
þeir helzt notaðir til þess að kemba
hrosshár eða tog.
666. Ullarkambar, yngri gerðin.
Þessa ullarkamba átti og notaði hin
mikla tóskaparkona á Búastöðum,
frú Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja,
móðir Eyjólfs skipstjóra Gíslasonar,
Bessastöðum á Heimaey. Hann gaf
Byggðarsafninu kambana.
667. Ullarkambar. Þessa kamba
gaf Olafur kaupmaður Ólafsson að
Sólheimum við Njarðarstíg (nr. 15)
Byggðarsafninu til að minna á land-
búskap hans og konu hans, frú Stein-
unnar Jónsdóttur, en þau stofnuðu
til bús að Eyvindarhólum undir Eyja-
fjöllum árið 1911. (Sjá Blik 1973,
bls. 172).
668. Vejjarskytta með spólu og
þræði.
669. Vefjarskytta. Þessar litlu
141
hlik