Blik - 01.06.1976, Side 146
fjórða hundrað, þá flestar voru þar.
Þá notuðu margir skilvindur í heim-
ilum sínum, þeir sem framleiddu
bæði smjör og skyr til heimilisnota.
Fyrsta skilvindan var keypt til
Eyja í september 1901. Það gerði
Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson,
formaður Framfarafélags Vest-
mannaaeyja. (Sjá grein í Bliki 1953
um Framfarafélag Vestmannaeyja).
687. Mjólkurfata. Islenzk smíði.
Þessa mjólkurfötu áttu hjónin í
Gerði frú Guðbjörg Björnsdóttir frá
Kirkjubæ og Jón Jónsson, bóndi og
formaður á teinæringnum Halkion.
Frú Jónína, 'húsfr. í Gerði eftir for-
eldra sína, gaf Byggðarsafninu föt-
una.
688. Mjólkurfötukilpur. Sú saga
fylgir þessum hlut, að kilpurinn sé af
mjólkurfötu, sem Sigurður Eiríksson
Breiðfjörð skáld hafi smíðað, þegar
hann dvaldist hér í Eyjum við beyk-
isiðn við einokunarverzlunina 1826-
1827. Kilpur þessi var lengi geymdur
í Ottahúsi, sem áður hét Breiðfjörðs-
hús, kennt við skáldið. Frá Ottahúsi
barst kilpurinn að Gjábakka og var
í eigu hjónanna Ingimundar Jónsson-
ar, hreppstjóra, og frú Margrétar
Jónsdóttur. Frá dóttur þeirra hjóna,
frú Sesselju, konu Jóns kaupmanns
Einarssonar á Gjábakka, barst
Byggðarsafninu kilpurinn að gjöf.
689. Mjólkursigti. Þetta mjólkur-
sigti gaf frú Guðrún Brandsdóttir
húsfr. á Bessastöðum Byggðarsafn-
inu.
690. Mjólkursigti.
691. Mjólkursigti.
692. Mjólkurtrog. Þetta mjólkur-
trog áttu hjónin í Hlíðarási (nr. 3)
við Faxastíg, frú Guðbjörg Magnús-
dóttir og Magnús Guðmundsson. -
Guðbergur M. Magnússon, sonur
þeirra hjóna, gaf Byggðarsafninu
trogið. Það er merkt: G. J. og D. A.
693. Mjólkurtrog. Þetta mjólkur-
trog er komið frá Vestfjörðum. Frú
Lára Kolbeins á Ofanleiti, kona séra
Halldórs Kolbeins sóknarprests, eign-
aðist það, þegar prestshjónin bjuggu
á Stað í Súgandafirði (1926-1941).
Frú Lára gaf Byggðarsafninu trogið,
þegar prestshjónin fluttu frá Eyjum.
694. Mjólkurtrog, sem jafnframt
var um áratugi notað til þess að
hnoða í brauðdeig.
695. Skilvinda (tegundin Milka).
Þessa skilvindu áttu hjónin á Skafta-
felli (nr. 62) við Vestmannabraut,
frú Halldóra Þórólfsdóttir og Guð-
jón skipstjóri Hafliðason.
696. Skilvinda (teg. Velox). Þessa
skilvindu áttu hjónin á Mosfelli (nr.
28 við Túngötu), frú Jenný Guð-
mundsdóttir og Jón útgerðarmaður
Guðmundsson. (Sjá grein um Kf.
Fram í Bliki 1974). Kristinn Jóns-
son á Mosfelli, sonur hjónanna, gaf
Byggðarsafninu skilvinduna.
697. Skilvinda (teg. Alfa Laval).
Þessa skilvindu áttu hjónin í Háa-
garði á búskaparárum sínum þar
1935-1947, frú Ingigerður Jóhanns-
dóttir og Þorsteinn Þ. Víglundsson.
698. Skilvinda (teg. Rev. perm.).
Þessi skilvinda er ein hinna elztu,
sem keypt var til Eyja. Hún var
keypt á fyrstu árum aldarinnar.
144
BLIK