Blik - 01.06.1976, Side 149
um rekaviði eins og þessi askur. Til
þess að herða viðinn og gera askinn
bragðlegri 'helltu hreinlætiskonur í
þá nýja sjóðandi sortulyngsseiði og
lét það standa í þeim 2—3 dægur.
Víða í íslenzkum sveitum var
spónamatur etinn úr öskum fram að
siðustu aldamótum og fram yfir þau.
E*á tóku stóru grautarskálarnar við.
Hjónin, frú Jarþrúður Pétursdótt-
•r johnsen og Sigfús M. Johnsen gáfu
ask þennan Byggðarsafninu ,en frúin
erfði hann eftir foreldra sína á Kálfa-
fellsstað.
715. Askur. Þennan ask áttu hjón-
•n í Klöpp (nr. 16 við Njarðarstíg),
Hristján Ingimundarson, formaður
og útgerðarmaður og frægur fuglari
til hárrar elli, og frú Sigurbjörg
Sigurðardóttir. Askurinn er ársettur
1848. Það mun rétt vera, að frú
Vlargrét Jónsdóttir húsfreyja á Gjá-
hakka, móðir Kristjáns formanns,
hafi upprunalega eignazt askinn.
Dóttursynir þeirra hjóna í Klöpp,
Kristján og Theodór Georgssynir,
gafu Byggðarsafninu askinn.
716. Axarhaus. Hann var smíðað-
ur hér í Eyjum um miðja síðastliðna
öld .Öxin var notuð til þess að kljúfa
harða eða hálfharða þorskhausa, sem
þá voru næstum dagleg fæða Eyja-
búa. Axarhaus þessi fannst í jörðu í
uámunda við Litlabæ fyrir allmörg-
um árum.
717. Axarhaus. Hann er íslenzk
smíði. Það ber hann með sér. — Þeg-
ur grafið var fyrir útihúsi við Ás-
garð (nr. 29) við Heimagötu árið
1953, fannst þessi axarhaus þar um
það bil tvo metra undir yfirborði
jarðar. Erfitt var að ráða þá gátu,
hvernig axarhausinn hefur grafizt
þarna í jörðu, því að jarðvegurinn,
þar sem hann lá, virtist aldrei hafa
verið hreyfður. Þó var þarna dökkt
moldarlag, sem skar sig úr um litinn
frá jarðveginum í kring. Sú spurn-
ing vaknar: Var þarna gömul gröf
frá 16. öld, en þá var Landakirkja
byggð á lendum nálægt þessum stað,
lóðum tómthúsanna að Löndum á
Heimaey. Systurnar frá Ásgarði,
frúrnar Katrín og Guðrún Árnadæt-
ur, gáfu Byggöarsafninu fund þenn-
an.
718. Bitakassi. Nestiskassi sjó-
manns. Þetta var bitakassi hins
kunna bónda, jaröræktarmanns og
sjómanns Guðlaugs form. Jónssonar
í Gerði.
719. Bitakassi. Þetta er síðasti
bitakassi Þorsteins Jónssonar, hins
kunna formanns og útgerðarmanns
í Laufási við Austurveg (nr. 5). Frú
Elínborg Gísladóttir, þá ekkja Þor-
steins, gaf Byggðarsafninu kassann.
720. Bitakassi, rauður að lit.
Þennan bitakassa átti Árni Jónsson
sjómaður í Garðsauka (nr. 27) við
Vestmannabraut. Á. J. stundaði hér
sjó um tugi ára.
721. Bitakassi. Þetta er síðasti
bitakassinn, sem hinn merki útgerð-
armaður og formaður í Eyjum,
Stefán Guðlaugsson í Gerði átti og
notaði um nokkurt árabil á v/b Halk-
ion II VE. 205, en hann var skip-
stjóri á bátnum þeim samtals 23
vertíðir.
blik
147