Blik - 01.06.1976, Síða 152
er skráð, hefur Byggðarsafnið átt
ketil þennan í 35 ár.
738. Eirketill.
739. Eirketill.
740. Eirpottur. Þennan pott áttu
hjónin í Nýlendu (nr. 42) við Vest-
mannabraut, frú Jenný Jakobsdóttir
og Jón Sveinsson. Þau höfðu eignazt
hann á styrjaldarárunum (1939-
1945), en setuliðsmenn notuðu pott-
inn þá hér í Vestmannaeyjum, að
sagt er.
741. Eldavél (kolaeldavél), sem er
smelt utan. Þessa eldavél áttu hjónin
á Nýlendu (nr. 42) við Vestmanna-
braut, frú Jenný Jakobsdóttir og Jón
Sveinsson.
742. Eldavél (kolavél), smelt eða
„emaleruð“ utan. Þessa vél áttu hjón-
in á Eystri-Oddstöðum, frú Halldóra
S. Sigurðardóttir og Einar smiður
Vilhjálmsson.
743. „Fantur‘\ kaffidrykkjar-
kanna (sjá nr. 732).
744. Físibelgur. Hann var notaður
til þess að blása með í glæður, þegar
eldur var fálinn að kvöldi og tekinn
upp, glæddur, að morgni, eins og al-
gengt var í gömlu hlóðareldhúsunum,
meðan eldspýtur voru óþekktar eða
lítið þekktar með þjóðinni.
745. Fiskasleggja. Hertur fiskur
(harðfiskur) var um aldir dagleg
fæða fólks hér á landi til sjávar og
sveita. Fiskinn þurfti að berja, áður
en hans var neytt .Til þess voru not-
aðar svokallaðar fiskasleggjur, tákn-
ræn tæki í málmsnauðu landi, þar
sem sleggjuhausinn var steinn með
gati.
Hausinn af þessari fiskasleggju
fannst í öskuhaug hjónanna Guðríð-
ar húsfreyju Símonardóttur
(„Tyrkja-Guddu“, eins og hún er
uppnefnd í sögu þjóðarinnar) og
Eyjólfs Sölmundarsonar. Þau bjuggu
í Stakkagerði hinu vestara, og stóð
þá hær þeirra norðarlega í Stakka-
gerðistúni (gegnt húseigninni Arn-
ardrangi við Hilmisgötu). I maí-
mánuði 1968 var Hilmisgatan breikk-
uð til suðurs. Þá fannst þessi fiska-
sleggjuhaus í öskuhaug þeirra hjóna,
sem þá hafði verið hulinn jarðvegi
og grasi frá ómunatíð, e. t. v. um
aldir. Svo sem sagan greinir, þá
rændu sjóræningjarnir frá Alsír hús-
freyjunni í Stakkagerði hinn 17. júlí
1627.
746. Fiskasleggja. Sú sögn fylgir
sleggjuhaus þessum, að hann hafi átt
upprunalega séra Guðmundur Högna-
son að Kirkjubæ hér í Eyjum, en
hann var sóknarprestur hér 1742-
1792. Bændafólk á Kirkjubæ notaði
fiskasleggju þessa mann fram af
manni og geymdist hún síðan þar í
gömlu útihúsi um tugi ára. Sleggjan
barst Byggðarsafninu með fyrstu
munum þess árið 1932.
747. Fiskasleggja. Hún er merkt
á skafti H. S. Við vitum engin deili
á henni.
748. Fiskasleggja. Þessa fiska-
sleggju geymdi bóndi á Kirkjubæ í
Eyjum um tugi ára. Sú sögn fylgdi
henni, að hana hefði átt séra Bern-
harður Guðmundsson bónda og
kóngssmiðs að Þórlaugargerði Eyj-
ólfssonar. Séra Bernharður var sókn-
150
BLIK