Blik - 01.06.1976, Page 153
arprestur í Vestmannaeyjum 1792-
1821. Prestur þessi var fæddur 1755.
MóSir hans var frú Þorgerður Ein-
arsdóttir, húsfr. í Þórlaugargerði,
kona Guðmundar kóngssmiðs.
749. Fiskasleggja.
750. Flautuketill úr látúni. Hann
er ekki gamall en er „genginn úr
tízku“ fyrir 20-30 árum. I stútnum
er flauta, sem lætur í sér heyra, þegar
vatnið síður í katlinum.
751. Flautuketill úr blikki. Nokkru
eftir aldamót fengust þessir katlar í
verzlunum hér og voru almennt not-
aðir fram yfir 1940.
752. „Fœrslufata“. Á vissu ára-
bili var algengt að færa verkamönn-
um, sem unnu fjarri heimili sínu og
ekki gátu af þeim sökum snæ'tt
heima ,t. d. hádegisverð, matinn á
vinnustað í „fötum“ þessum. Frú
Lnnur Magnúsdóttir, húsfreyja í
Reykholti (nr. 11) við Urðaveg, gaf
Byggðarsafninu „fötu“ þessa.
753. Grautarausa með íslenzku
lagi. Hún er gjöf frá einu Gerðis-
heimilinu.
754. Grautarausa með íslenzku
lagi, ársett 1933. Hún var aldrei not-
uð. Hún var smíðuð á Kirkjubæ og
attu hana hjónin Guðjón bóndi
Björnsson og frú Ólöf Lárusdóttir.
755. Grautarausa úr málmi, smelt.
Hún er úr dánarbúi héraðslæknis-
kjónanna frú Önnu Pétursdóttur
öunnlaugsson og Halldórs Gunn-
laugssonar.
756. Grautarsleif. Munurinn á
ausu og sleif fólst í mismunandi
ængd á skaftinu. Grautarsleifin var
jafnframt notuð til að hræra með í
grautarpottinum. Ausa og þvara i
einu og sama áhaldinu.
757. Grautarsleif. Þessa grautar-
sleif átti og notaði hin kunna sæmd-
arkona í tómthúsinu Skel (nr. 12 við
Sjómannasund) frú Þorgerður Gísla-
dóttir, fyrri eiginkona Sigurðar
hreppstjóra Sigurfinnssonar og móð-
ir Högna vélstjóra Sigurðssonar í
Vatnsdal (nr. 30) við Landagötu.
758. Grautarskál. Þessar stóru
grautarskálar voru oft kallaðar
„spilkomur", sem er afbökun af
danska orðinu spölkumme. Þessa skál
átti og notaði hinn þekkti hóndi hér
í Eyjum á sínum tíma, Pétur Lárus-
son á Búastöðum. Grautarskálarnar
komu í stað askanna, „leystu þá af
hólmi“. Gefandi: Frú Júlíana Sig-
urðardóttir, ekkja Péturs heitins.
759. Grautarskálar, tvær litlar,
rósóttar. Þær eiga þessa sögu: Á
Kirkjubóli, einni af Kirkjubæjajörð-
unum á Heimaey, bjuggu hjónin
Guðjón bóndi Björnsson (f. 2. maí
1861) og frú Ólöf Lárusdóttir frá
Búastöðum (f. 19. des. 1862). Þau
eignuðust fjögur börn. Elzt þeirra
var Þórður (f. 28. september 1892;
drukknaði 4. marz 1914). Nokkru
eftir fæðingu hans var önnur skálin
keypt handa honum. Hún er þess-
vegna 83 ára, þegar þetta er ritað.
Annar sonur þeirra hjóna var
Bergur, hagleiksmaður mikill. M. a.
iðkaði hann útskurð, sem hér er að
litlu leyti til sýnis á Safninu. Bergur
Guðjónsson var fæddur 5. júlí 1894
(d. 5. maí 1940). Honum var gefin
blik
151