Blik - 01.06.1976, Side 155
- 40 árum. Þessa hrærivél eignaðist
frú Þórey Björgvinsdóttir frá Hvoli
(nr. 12 við Heimagötu) árið 1947.
Þá var hún keypt hér í verzlun og
kostaði kr. 115,00. Frúin gaf Byggð-
arsafninu hrærivélina.
773. Kaffibollapar með nafninu
Ingibjörg. Þetta bollapar átti frú
Ingibjörg Sigurðardóttir, húsfr. í
Þórlaugargerði, kona Péturs bónda
Benediktssonar.
774. Kaffibollapar með nafninu
Pétur. Þetta bollapar átti Pétur bóndi
Benediktsson í Þórlaugargerði.
Bæði pollapörin gaf fósturdóttir
hjónanna, Guðfinna Sigurbjörnsdótt-
ir, Byggðarsafninu.
775. Kaffibolli með gylltri rönd.
A bolla þessum stendur letrað: Hil-
sen fra Danmark. Yitað er með vissu,
að bolla þennan átti frú Johanne
Ericsen, dönsk kona (síðar frú Jo-
hanne Roed), sem settist hér að með
manni sínum, Morten Ericsen, skip-
stjóra, á áratugnum 1840-’50. Hann
gerði hér út og stjórnaði skútu, er
fórst með allri áhöfn, árið 1847. Frú
Johanne giftist síðar C. Roed veit-
ingamanni og bjó hér í Eyjum til
æviloka (1878). Frúin var hin merk-
asta kona, sem rak hér fyrst allra
veitingahús, sem hún seldi Jóhanni
Jörgen Johnsen árið 1878. Það var
„Vertshúsið“ svokallaða. — Frú
Johanne kenndi Eyjabúum kartöflu-
rækt. Ræktun þeirra var óþekkt í
Eyjum þar til hún tók að rækta þær
í óvild bænda, sem töldu hana
skemma jörðina með því að fletta af
henni grasrótinni!
Frú Sigríður Árnadóttir, kona Jó-
hanns J. Johnsen, geymdi þennan
bolla í fórum sínum tugi ára til
minningar um hina merku, dönsku
konu. S. M. J. gaf hann Byggðar-
safninu.
776. Kaffibolli ársettur 1904.
777. Kaffibrennslupottur, „kaffi-
brennari“. Hann var á sínum tíma
smíðaður hér í Eyjum að erlendri
fyrirmynd að vissu leyti. Vélsmiðj-
an Magni lét smíða pottinn. Pottur-
inn er úr búi hjónanna á Mosfelli,
frú Jennýar Guðmundsdóttur og
Jóns útgerðarmanns Guðmundsson-
ar.
778. Kaffibrennslupottur, útlend
framleiðsla. Hann er af stærri gerð-
inni. 1 daglegu tali voru pottar þess-
ir oft kallaðir brennarar. Aður en
þeir komu til sögunnar (á öðrum
tug aldarinnar), var algengt, að kon-
ur brenndu kaffibaunir í skúffum í
bakarofni eða í matarpottum yfir
eldi. Þennan brennara gaf Byggðar-
safninu frú Nikulínu Halldórsdóttir,
fyrrv. húsfreyja á Vilborgarstöðum.
779. Kaffibrennslupottur af minni
geröinni. Þennan ,,brennara“ áttu
fyrrverandi Irúendur í Háagarði, sem
var ein af VilborgarstaSajörðunum,
frú Ingigerður Jóhannsdóttir og Þ.
Þ. V., en þau ráku bú í Háagarði
árin 1935-1947.
780. Kaffibrúsi, „hitabrúsi“ í lá-
túnshylki, sem var smíðað í Vél-
smiðju Th. Thomsen við Urðaveg
um 1920. Kristján Ingimundarson,
útgerðarmaður og formaður í Klöpp
(nr. 16 við Njarðarstíg) lét smíða
blik
153