Blik - 01.06.1976, Qupperneq 156
hylkið. Brúsa þennan notaði Kristján
mörg sumur, þegar hann stundaði
lundaveiðar í Heimakletti og Mið-
kletti, en hann var á sinni tíð einn af
kunnustu fuglaveiðimönnum hér á
sinni tíð og stundaði þær veiðar fram
á níræðisaldur.
781. Kaffibrúsi, glerjaður („emi-
leraður“), blár að lit. Þessir kaffi-
færslubrúsar voru hér mjög algeng-
ir upp úr aldamótunum og fram um
1930. Sjómönnum var fært kaffi á
þeim fyrstu árin eftir aldamótin, þeg-
ar þeir komu að. Það var kallað „að
færa í Sandinn“. Svo var það einnig
um aðgerðar- og beitingarmenn. Að-
ur en þessir kaffibrúsar fluttust hing-
að í verzlanir, var notast við blikk-
brúsa, sem oft voru smíðaðir hér
heima, eða þá flöskur, sem hafðar
voru í ullarsokk til þess að halda
kaffinu heitu. Mörg jarðarbýlin, -
húsbændurnir, — áttu athvarf hjá
tómthúsfólkinu niður við höfnina til
þess að halda kaffi heitu handa sjó-
mönnum og aðgerðarfólki sínu, sem
þá drakk jafnan kaffið í eldhúsum
tómthúsanna. Fyrir þessa þjónustu
við starfsfólkið þægðu bóndahjónin
tómthúsfólkinu með fugli eða búsaf-
urðum.
782. Kaffikanna, borðkanna úr
látúni eða málmblöndu. Könnu þessa
áttu um langt árabil bóndahjónin í
Stóra-Gerði, frú Sigurfinna Þórðar-
dóttir húsfr. og Stefán skipstjóri og
útgerðarmaður Guðlaugsson. Erf-
ingjar þeirra hjóna gáfu Byggðar-
safninu könnuna.
783. Kaffikanna, borðkanna úr
leir. Þessi kanna á markverða sögu.
Jóna Jónsdóttir hét hér veitinga-
kona, sem rak matsölu um árabil,
fyrst í Hótel Berg við Heimagötu
(nr. 4) og síðan í verzlunarhús-
inu Drífanda við Bárustíg ínr. 21.
Hún gaf Byggðarsafninu þessa
könnu, sem hún sagði vera þá fyrstu,
sem hún hafði eignazt, er hún hóf
matsölu sína. Kannan er merkt H. B.,
sem þýðir Hótel Berg, sem var húsið
nr. 4 við Heimagötu.
784. Kaffisamstœða, kanna, sykur-
kar og rjómakanna. Þessir hlutir
voru keyptir í einokunarverzluninni
hér fyrir miðja s.l. öld og þóttu þá
sérlega fallegir. Þeir voru jafnan um
árabil lánaðir á háborðið, þegar
veizlur voru haldnar í kauptúninu,
t. d. giftingarveizlur. Upphaflega
áttu hjónin í Garðfjósi, frú Sigríður
Bjarnadóttir og Helgi smiður Jóns-
son þessa hluti (um 1840!. Jónas
bóndi Helgason í Nýjabæ erfði þá
eftir foreldra sína og síðan frú Jó-
hanna húsfr. í Nýjabæ Jónasdóttir.
Hún gaf þá Byggðarsafninu.
785. Kaffiketill, smeltur („emiler-
aður“).
786. Kaffiketill úr potti.
787. Kaffiketill.
788. Kaffikvörn úr hraungrýti. -
Kaffidrykkja hófst með íslenzku
þjóðinni, áður en kaffikvarnir flutt-
ust til landsins. Þá varð að mala
kaffibaunirnar í steinkvörnum eins
og kornið. Þessi hraunkvörn mun
vera um 200 ára gömul. Hún fannst
í jörðu á austanverðri Heimaey. -
Sjón er sögu ríkari.
154
BLIK