Blik - 01.06.1976, Síða 158
á einni Kirkjubæjajörðinni 1869-
1897. Þau eignuSust þessa kaffikvörn
úr strandinu.
800. Kaffistaukur. Hann barst
safninu úr dánarbúi hjónanna á
Kirkjubóli á Kirkjubæ, frú Olafar
húsfr. Lárusdóttur og Guðjóns bónda
Björnssonar.
801. Kaffistaukur. Hann var not-
aður til þess að geyma í brenndar
kaffibaunir. Frú Guðrún Brandsdótt-
ir húsfr. á Bessastöðum, gaf Byggð-
arsafninu staukinn.
802. Kanna. Þessi leirkanna er
mjög gömul. Hún var um áratugi
eign Frydendalsfjölskyldunnar. Frú
Sigríður Arnadóttir Johnsen, hús-
móðir þar, keypti hana sama árið og
sonur hennar Gísli Jóhannsson
(Johnsen) fæddist, en það var árið
1881. Sigfús M. Johnsen, bróðir
Gísla, gaf Byggðarsafninu könnuna.
803. Kanna, „súkkulaðiskanna“.
Þessa könnu áttu upphaflega hjónin
í Stakkagerði, frú Jóhanna Árna-
dóttir og Gísli gullsmiður Lárusson,
útgerðarmaður og kaupfélagsstjóri.
Súkkulaðiskanna þessi var gefin
þeim hjónum í brúðargjöf, er þau
giftust, en það var árið 1886. Frú
Sigurbjörg Sigurðardóttir, eigin-
kona Árna Gíslasonar skrifstofu-
manns frá Stakkargerði og tengda-
dóttir hjónanna, gaf Byggðarsafn-
inu könnuna.
804. Kanna, „súkkulaðiskanna“.
Þessa könnu áttu hjónin á Búastöð-
um, frú Guðrún Magnúsdóttir og
Gísli bóndi Eyjólfsson, foreldrar Eyj-
ólfs fyrrv. skipstjóra Gíslasonar að
Bessastöðum í Eyjum. Þessi kanna
var keypt á sínum tíma í verzlun frú
Sigríðar Árnadóttur Johnsen í Fryd-
endal, en hún rak verzlun í húsi sínu
fyrir og um síðustu aldamót.
805. Kanna, „súkkulaðiskanna“.
Könnu þessa átti frú Elín Oddsdóttir,
kona Kristjáns smiðs Jónssonar að
Heiðarbrún (nr. 59) við Vestmanna-
braut. Móðir frú Elínar, Valgerður
Guðmundsdóttir, húsfr. í Ormskoti í
Fljótshlíð, gaf Elínu dóttur sinni
könnuna í fermingargjöf. Það var
árið 1902. Þá var kannan gamall ætt-
argripur. Hún er sögð keypt í Lefolli-
verzlun á Eyrarbakka árið 1815. Frú
Klara Kristjánsdóttir frá Heiðar-
brún, dóttir hjónanna og systir Odd-
geirs Kristjánssonar tónskálds, gaf
könnuna Byggðarsafninu.
806. Kanna. Þetta er ofurvenju-
leg mjólkurkanna, sem á sér þó sér-
lega sögu. - Húsið nr. 39 við Heima-
götu í Vestmannaeyjakaupstað hét
Bólstaðarhlíð. Það var byggt 1924.
Hjónin, sem byggðu það, voru Björn
Bjarnason vélstjóri frá Hlaðbæ, sem
var ein af Vilborgarstaðajörðunum,
og frú Ingibjörg Olafsdóttir frá Ey-
vindarholti undir Eyjafjöllum. Björn
Bjarnason var fæddur og skírður ár-
ið 1893. Foreldrar hans voru Bjarni
útgerðarmaður Einarsson bónda á
Yzta-Skála og k. h. Halldóra Jóns-
dóttir bónda Einarssonar á Yzta-
Skála. Móðir Halldóru var Kristín
Björnsdóttir prests í Holti (1862-
1874) Þorvaldssonar prests og sálma-
skálds Böðvarssonar. Skírnarathöfn
í þessari ætt var helgur atburður, sem
156
BLIK