Blik - 01.06.1976, Síða 159
framkvæmdur var að jafnaði heima.
Þá var skírnarvatnið borið fram í
könnu þessari. Hún var ættargripur.
Björn og Ingibjörg, hjónin í Bólstað-
arhlíð, erfðu könnuna eftir hjónin í
Hlaðbæ, foreldra Björns. Þau hjón
eignuðust átta börn, sem öll voru
skírð heima. Þá var skírnarvatnið
borið fram í könnu þessari. Þannig
a þessi gamla kanna merka sögu. Frú
Ingibjörg Ólafsdóttir í Bólstaðar-
hlíð gaf Byggðarsafninu könnuna til
minnis um hinar helgu athafnir.
807. Kjötfarg. Þessi steypta,
kringlótta hella með handfangi hafði
a sínum tíma vissu hlutverki að
gegna. Með henni var fergjað salt-
kjöt í tunnu. Högni hreppstjóri Sig-
urðsson í Baldurshaga (nr. 5 A við
Vesturveg) steypti helluna og notaði
hana um tugi ára. Frú Ingibjörg
Högnadóttir gaf Byggðarsafninu
helluna.
808. Kjöthögg. Þetta kjöthögg
áttu hjónin í Ásgarði (nr. 29) við
Heimagötu, Gíslína Jónsdóttir og
Arni Filippusson, gjaldkeri. Þau not-
uðu það í mörg ár. Árni gjaldkeri
mun sjálfur hafa smíðað það.
809. Kjötskurðarvél og pylsugerð-
arvél. Þessi kjötskurðarvél er frönsk
að gerð og uppruna og var til sam-
eiginlegra nota hjá búendum Kirkju-
bæjajarðanna um tugi ára. Hún var
hirt úr frönsku skútunni, sem strand-
aði hér við Eyjar árið 1895. - Þegar
kjötið var skorið (hakkað), var
bjúgna- eða pylsulanginn festur við
stútinn gegnt sveifinni. Þessa skýr-
mgu fengum við eitt sinn hjá frönsk-
um menntamanni, sem var þá gestur
Byggðarsafnsins.
810. Kjötskurðarvél („hakka-
maskína“). Þessi gerð var mjög í
tízku, áður en hinar rafknúnu kjöt-
skurðarvélar komu til sögunnar.
811. Kjötöxi. Þessa kjötöxi átti
Ásgarðsheimilið (nr. 29) við Heima-
götu. (Sjá nr. 808). Erfingjar Ás-
garðshjónanna gáfu Byggðarsafninu.
812. Kjötöxi. Hana átti ísfélag
Vestamnnaeyja. Sjá skýringu við nr.
414.
813. Kolakarfa. Þetta kolahylki
áttu hreppstjórahjónin í Baldurshaga.
Ekki var slíkur hlutur óalgengur á
myndarheimilum hér á landi. Ofnar
voru kyntir með kolum og eldsneytið
þurfti að hafa við hendina inni í
stofu t. d. Þá var kolafalan hvim-
leið. Þá voru smiðir fengnir til að
smíða svona kolaílát, sem voru látin
standa hjá ofninum í stofunni máluð
og fáguð. Högni hreppstjóri í Bald-
urshaga mun sjálfur 'hafa smíðað
„körfuna“.
814. Kornbyrða. Hún var smíðuð
í Þorlákshöfn á vertíð 1883. Sveinn
bóndi Sveinsson, Grjótá í Fljótshlíð,
smíðaði byrðuna í landlegum. I
byrðum þessum var geymt ómalað
korn á sveitaheimilunum. Kornið var
svo að segja malað daglega í stein-
kvörnum. Jón Sveinsson í Nýlendu
(nr. 42J við Vestmannabraut gaf
Byggðarsafninu kornbyrðuna, en
hann var sonur hjónanna á Grjótá,
Sveins bónda og k. h. frú Arnbjarg-
ar Guðmundsdóttur.
815. Kornkvörn, hraungrýtis-
157
buk