Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 161
sem þá þótti mikill kostagripur.
Frúrnar voru vinkonur miklar og at-
kvæðamiklar konur á sínum tíma hér
í byggð. Leirkrukku þessa hafði frú
Hildur eignazt eftir móður sína, frú
Hildi Bogadóttur fræðimanns Bene-
diktssonar að Staðarfelli. Líklega
voru að jafnaði geymdar brenndar
kaffibaunir í krukkunni.
Frú Fríður Lárusdóttir frá Búa-
stöðum erfði leirkrukku þessa eftir
móður sína, frú Kristínu Gísladótt-
ur, og gaf hana Byggðarsafninu.
821. Maltkvörn. Þessarar kvarnar
er getið í eignarskrám hinnar dönsku
konungsverzlunar í Vestmannaeyjum
árið 1600. Þá hafði konungur sjálf-
ur rekið hér einokunarverzlun um
hálfrar aldar skeið. Árið 1600 hófu
fjórir danskir kaupmenn að reka ein-
okunarverzlunina fyrir eigin reikn-
ing. Þá var gjörð skrá yfir allar
eignir konungsverzlunarinnar. Eitt af
þeim tækjum, sem kaupmennirnir
keyptu af konungsverzluninni, var
þessi maltkvörn. Einokunarverzlunin
flutti jafnan inn maltkorn, sem hún
lét mala og brugga síðan maltöl til
sölu. Kvörnin fannst í jörðu í aust-
anverðum Skansi fyrir mörgum ár-
um (sbr. Sögu Vestmannaeyja, 2. b.,
bls. 194 eftir S. M. J.).
822. Matskeið. Þessi matskeið
kom upp úr höfninni í Vestmanna-
eyjum árið 1950, þegar unnið var
að dýpkun hafnarinnar. Lagið á
henni kvað benda til þess, að hún sé
®jög gömul, e. t. v. frá miðri 18.
öld.
823. Mjöltrog. Þessi trog voru
notuð til þess að hnoða í brauðdeig.
Þetta mjöltrog gaf prestsfrúin að Of-
anleiti, frú Lára O. Kolbeins, Byggð-
arsafninu. Hún eignaðist það, er
hún var prestfrú að Mælifelli í
Skagafirði. Hún annaðist mjög heim-
ili sitt og þá líka alla matseld.
824. Mjöltrog. Trog þetta áttu
hjónin í Gerði, frú Guðbjörg Björns-
dóttir frá Kirkjubæ og Jón Jónsson
útgerðarmaður og formaður. Þau
voru foreldrar frú Jónínu húsfreyju
í Gerði, sem gaf Byggðarsafninu
trogið.
825. Mortél eða steytill úr eir-
blöndu. Þetta mortél átti hér fyrst
frú Johanne Ericsen skipstjórafrú
(síðar Johanne Roed). Maður henn-
ar hinn fyrri hét Morten Ericsen og
fórst hann hér við sjötta mann á
skútu sinni árið 1847. Þetta voru
dönsk hjón og frúin ruddi hér braut-
ir í vissum málum. Hún hóf að reka
veitingahús eftir að hún missti mann
sinn. - Um 1850 hóf hún að rækta
hér kartöflur. Sú ræktun var óþekkt
áður í Eyjum. Þar ruddi hún hinar
markverðustu brautir, því að Eyja-
búar létu sér framtak hennar sér að
kenningu verða og ræktuðu kartöfl-
ur í stórum stíl um árabil. Frú Sig-
ríður Árnadóttir Johnsen, húsfreyja
í Frydendal og kaupkona þar um
skeið, átti þetta mortél eftir daga
hinnar dönsku frúar. Hjónin Sigfús
og Jarþrúður Johnsen gáfu Byggðar-
safninu grip þennan.
826. Mortél, svart úr potti með
járnstutli. Mortél þetta áttu uppruna-
lega verzlunarstjórahjónin í Danska-
blik
159