Blik - 01.06.1976, Page 164
dóttir og Jón bókavöröur Einarsson.
Gjöf frá Laufásheimilinu, en Þor-
steinn skipstjóri í Laufási var sonur
Jóns Einarssonar að fyrra hjóna-
bandi.
852. Rúllupylsupressa.
853. Skeggbolli. Þegar yfirskegg
var mjög í tízku á fyrri öld og fyrri
hluta þessarar aldar, voru þessir svo-
kölluðu skeggbollar ekki óalgeng fyr-
irbrigði. Glerklampinn innan í boll-
anum hindraði, að yfirskeggið blotn-
aði í kaffinu, meðan það var drukk-
ið. Þennan bolla átti Þorlákur kaup-
maður Sverrisson á Hofi (nr. 25)
við Landagötu. d. 1943.
854. Skeggbolli. Þennan skegg-
bolla átti Karl J. Einarsson, sem var
bæjarfógeti í Vestmannaeyjum á ár-
unum 1910—1924 og alþingismaður.
Þegar hann fluttist úr Eyjum árið
1924, gaf hann einum bezta stuðn-
ingsmanni sínum við alþingiskosn-
ingarnar bolla þennan, „því að ég
ræktaði meira skegg en alþingismað-
urinn sjálfur,“ eins og stuðningsmað-
urinn komst að orði, þegar hann gaf
Byggðarsafninu bollann.
855. Skeið, silfurhúðuð, mjög
gömul, merkt S. J. Hún fannst á
lendum gagnfræðaskólans í febrúar
1947, þegar hafizt var handa um að
grafa fyrir gagnfræðaskólabygging-
unni. Kunnugir þekktu skeiðina.
Hana átti Stefán Jónsson frá Skála
undir Eyjafjöllum, afi Björgvins
Jónsonar útgerðarm. í Uthlíð (nr.
58A) við Vestmannabraut og þeirra
systkina. Túnið, sem gagnfræðaskóla-
byggingin varreist á, ræktaði Halldór
blindi Brynjólfsson, þar sem hinn al-
blindi athafnamaður lá á hnjám sín-
um dag eftir dag og risti grasrótina
af óræktarmóanum. Ymsir urðu þá
til að hjálpa honum, m. a. Stefán
Jónsson frá Skála. Þarna tapaði hann
þá matskeiðinni sinni, sem fannst
þarna um 40 árum síðar.
856. Skeið og matkvísl. Þessir
hlutir voru upprunalega vinnuhjúa-
verðlaun frá Búnaðarfélagi Islands
til handa Jórunni Sigurðardóttur,
sem var vinnukona á Löndum (nr.
11) við Landagötu mörg ár,hjá hjón-
unum frú Elínu Þorsteinsdóttur og
Friðrik Svipmundssyni, skipstjóra og
útgerðarmanni.
Frú Þórodda Loftsdóttir, Bræðra-
borg (nr. 3) við Njarðarstíg, gaf
Byggðarsafninu verðlaunahluti þessa.
857. Smjöraskja. Hana áttu
hreppstjórahjónin í Baldurshaga (nr.
5 A) við Vesturveg. Dóttir þeirra,
frú Ingibjörg Högnadóttir, gaf hana
Byggðarsafninu.
858. Smjöraskja mjög gömul,
Smjöröskjur voru notaðar til að
geyma í „viðbit“, smjör og bræðing,
í úteyjaferðum við fuglaveiðar og
heyskap, og svo í sjóróðrum, eftir að
farið var að hafa nesti með sér í
fiskiróðra.
859. Smjöraskja. Þessa smjör-
öskju átti frú Katrín Þórðardóttir frá
Neðra-Dal undir Eyjafjöllum, sem gift
var Þórarni Þórarinssyni frá Mör-
tungu á Síðu. Þegar þau hjón bjuggu
í Hallskoti í Fljótshlíð (K. Þórðard. I
eignaðist húsfr. þessa smjöröskju.
Þessi hjón voru tengdaforeldrar
162
BLIK