Blik - 01.06.1976, Page 170
hugandi er það, að þá voru þröskuld-
ar hafðir 30-40 sm háir.
Hj ónin á Grundarbrekku, frú GuS-
rún Magnúsdóttir og Jónas GuS-
mundsson, gáfu ByggSarsafninu
hurSina.
896. Stofuhurð. Hún hefur ein-
hverntíma veriS máluS græn. Stofu-
hurS þessa smíSaSi aS danskri fyrir-
mynd Þórarinn HafliSason, mor-
mónaprestur hér í Eyjum. Hann var
„snikkari“, lærSur í Danmörku. Þór-
arinn HafliSason drukknaSi hér vest-
an viS Heimaey áriS 1852. HurSin
er þess vegna orSinn minnst 125 ára.
Hún var um tugi ára notuS í kjallara
íbúSarhúss hjónanna á Kirkjubæ,
frú Höllu GuSmundsdóttur og GuS-
jóns bónda Eyjólfssonar.
SíSustu ábúendur á þessari Kirkju-
bæjajörS fyrir gos voru hjónin frú
Þórdís GuSmundsdóttir og Magnús
Pétursson bónda á Kirkjubæ GuS-
jónssonar. Þessi hjón gáfu ByggSar-
safninu hurSina.
897. Stofustólar. Þessir stofustól-
ar, smíSaSir úr maghoní og bólstr-
aðir, eru sagðir fyrstir sinnar gerSar
í Vestmannaeyjum. Stólana áttu
hjónin á Vilborgarstöðum, frú Guð-
finna J. Austmann og Árni bóndi
Einarsson.
Um tugi ára átti Sigfús M. John-
sen ,fyrrv. bæjarfógeti, þessa stóla
eftir ömmu sína. Hann gaf þá ByggS-
arsafninu.
898. Salerniskassi. Gísli J. John-
sen, kaupmaður og útgerðarmaður,
lét byggja íbúSarhús sitt Breiðablik
áriðl908. Þá lét hann setja vatnssal-
erni í húsið að erlendri fyrirmynd.
Áður voru þau tæki óþekkt í húsum
hér í Eyjum. Það hneykslaði þá
ýmsa, að þessi „jarl“ í Eyjum tæki
upp á þeim býsnum að hafa „kamar-
inn“ í sjálfu íbúðarhúsinu.
IðnaSarmannafélag Vestmanna-
eyja, sem hefur átt BreiSablik í 40-
50 ár, gaf Byggðarsafninu salernis-
kassann.
899. „Bœjarhurð“, líkan af bæjar-
hurð, eins og þær voru algengar á
sveitabæjum hér áður fyrr, og á
flestum tómthúsum hér í Eyjum fyr-
ir og um síðustu aldamót a. m. k.
Og þannig voru lamir og læsingar.
Læsingarnar voru kallaðar klinkur.
Þær voru oftast smíðaðar úr járni
eða þá eirblendi eins og þessar.
Þessar lamir og klinkur gáfu hjón-
in GuSmundur Steinsson og frú Sig-
ríður Jónatansdóttir frá StórhöfSa
By ggðarsaf n in u.
900. Utvarpstœki. Þetta er eitt af
allra fyrstu innbyggðu útvarpstækj-
unum, sem keypt voru til Eyja. Tæk-
ið sjálft og hátalarinn í einum og
sama kassanum. ÁSur var þetta sitt
í hvoru lagi. Tæki þetta áttu hjónin
á Vestri-BúastöSum, frú Júlíana S.
SigurSardóttir og Pétur bóndi Lár-
usson.
901. Utvarpstœki með lausum há-
talara (Philipstæki). Tæki þetta er
gjöf frá frú Láru Guðjónsdóttur að
Kirkjulandi. Foreldrar hennar á
Kirkjubóli áttu tækið.
Þessi útvarpstæki voru algeng hér
fyrst eftir að íslenzka útvarpsstöðin
tók til starfa (1930).
168
BLIK