Blik - 01.06.1976, Page 171
13. kafli
Skrár og lyklar
902. Búrlyklar. Þetta eru búrlykl-
ar frú Kristínar Gísladóttur húsfr. á
FiúastöSum, konu Lárusar bónda
Jónssonar. Lyklakippa þessi barst
ByggSarsafninu að gjöf úr dánarbúi
Gísla heitins Lárussonar, gullsmiðs
í Stakkagerði, en hann var sem kunn-
ugt er, sonur þeirra hjóna. Gísli son-
ur þeirra merkti lyklana því ári,
þegar foreldrar hans afréðu „að
rugla saman reitum sínum og verða
hjón“. ÞaS var árið 1861. Þau gift-
ust ári síðar. (Sjá nr. 713).
903. Járnlykill, sem kom upp úr
þorski, sem dreginn var á handfæri
á vertíð 1886 fyrir sunnan Súlna-
sker. Gísli bóndi Eyjóifsson á Búa-
stöðum dró þorskinn á handfæri.
Gefandi: Eyjólfur skipstj. Gíslason,
sonur bónda.
904. Járnlykill. Lykillinn er talinn
vera skráarlykill gamla bænhússins
á Kirkjubæjum.
905. Járnlykill, gamall skemmu-
lykill frá Ofanleiti. SagSur vera lyk-
illinn aS gömlu skemmunni á prests-
setrinu, sem áður var bænhús þar
um langan aldur.
Eitt af börnum séra Oddgeirs
I’órðarsonar GuSmundsen, sóknar-
prests (d. 19241, átti lykilinn í fór-
um sínum.
906. Kjallaralykill Verzlunar
Gunnars Ólafssonar og Co., sem af-
hentur var ByggSarsafninu, þegar
hætt var að geyma vörubirgðir í
hjallaranum.
907. Skrá, hurðarskrá. Þessi skrá
er upprunalega af hurð, sem hirt var
á fjörum og var úr frönsku skútunni,
sem strandaði hér við Eyjar 1895.
Skráin var notuð hér í bændabýli til
ársins 1967. Þá var hún gefin ByggS-
arsafninu.
908. Skrá úr eirblendi. Þessa skrá
smíðaði Magnús bóndi Eyjólfsson á
Kirkjubæ.
909. Skrá, koparskrá frá fiskkró
Stefáns Guðlaugssonar útvegsbónda
og formanns í Gerði, sem var skip-
stjóri á v/b Halkion rúmlega tvo
áratugi.
910. Skrá frá fiskkró Stefáns út-
vegsbónda og formanns Björnssonar
í Skuld (nr. 40) við Vestmannabraut.
Skrána smíðaði Magnús bóndi Eyj-
ólfsson á Kirkjubæ.
911. Skrá, hurðarskrá.
912. Utidyraskráin frá tómlhús-
inu Klöpp við Njarðarstíg (nr. 16).
HúsiS var flutt austur á Urðir árið
1968 og gert þar að hesthúsi. Þá var
skrá þessi gefin Byggðarsafninu.
Skrá þessi er talin vera um aldar-
gömul. Var áður notuð á Gjábakka,
þar sem foreldrar Kristjáns í Klöpp
bjuggu rúmlega hálfa öld frá 1858, en
þá giftust þau.
913. Króarlykill. Þennan lykil gaf
Ölafur útvegsbóndi og formaður
Vigfússon í Gíslholti (nr. 20) við
Landagötu ByggSarsafninu. Hann
átti um langt árabil fiskkró norðan
Strandvegar. Frá þeirri kró er lykill
þessi.
914. Koparlykill. Þessi lykill var
heyhlöðulykill Stefáns útvegsbónda
og formanns Guðlaugssonar í GerSi.
ulik
169