Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 175
953. Dagtreyja. Þessa dagtreyju
átti síðast Margrét Jónsdóttir, sem
um árabil var vinnukona í Norður-
garði hjá bóndahjónunum þar, Finn-
boga skipstjóra Björnssyni og Rósu
Eyjólfsdóttur. Margrét Jónsdóttir
erfði treyjuna eftir móður sína, en
amma Margrétar átti hana uppruna-
lega. Treyjan var sögð um 100 ára
gömul, þegar Byggðarsafnið eignað-
ist bana árið 1960.
954. Embœttismannahúfa, bæjar-
fógetahúfa, eins og þær litu út fyrir
lýðveldisstofnunina árið 1944. Sig-
fús M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeti,
gaf safninu.
955. Embœttismannahúfa, bæjar-
fógetahúfa, eins og þær litu út eftir
stofnun lýðveldisins. - S. M. J. gaf.
956. Handstúkur - úlnliðaskjól -
smokkar. Handstúkur þessar eru um
það bil aldar gamlar. Upphaflegur
eigandi var frú Guðný húsfreyja Og-
tnundsdóttir á Skækli í Austur-Land-
eyjum, enda eru stúkurnar merktar
nieð stöfunum G. Ö. - Frú Auðbjörg
Jónsdóttir, fyrrum húsfr. að Bólstað
<nr. 18) við Heimagötu, eignaðist
stúkurnar, þegar hún var unglingur.
957. Handstúkur, um það bil 100
ára gamlar. Arið 1876 prjónaði þær
a fermingaraldri Stefanía Guðjóns-
dóttir frá Hamarsholti í Hreppum,
síðar húsfr. að Hóli í Norðfirði um
40 ára bil (1901-1939), fósturmóðir
H Þ. V.
958. Handstúkur. Þær eru sagðar
nær 200 ára gamlar. Gefandi: Frú
Nikólína Eyjólfsdóttir í Laugardal
við Vesturveg (nr. 5B).
959. Hanzkar. Þá átti frú Ólöf
Lárusdóttir húsfr. á Kirkjubóli á
Kirkjubæjum í Eyjum. Dóttir henn-
ar, frú Lára Guðjónsdóttir á Kirkju-
landi við Birkihlíð (nr. 10 eða 12)
gaf hanzkana safninu.
960. Herðahyrna, dökkblá að lit,
mjög gömul. Gefandi: Frú Nikólína
Eyj ólfsdóttir húsfr. í Laugardal við
Vesturveg (nr. 5B).
961. Herðahyrna, svört. Hyrnuna
átti og notaði um tugi ára frú Jón-
ína Jónsdóttir húsfr. í Gerði í Eyjum.
Hún gaf hana safninu.
962. Herðahyrna. Sami gefandi.
963. Herðahyrna, svört að lit.
Hyrnuna átti frú Þórunn Snorradótt-
ir húsfr. í Hlíð við S'kólaveg (nr. 4).
Hyrnan er hekluð úr svokölluðu
togbandi. Gefandi: Frú Asta Jóns-
dóttir frá Hlíð ,dóttir frú Þórunnar
og Jóns útvegsbónda Jónssonar.
964. Ileppar, prjónaðir og fóðr-
aðir á austfirzka vísu. Ileppana
prjónaði frú Vilborg húsfr. Einars-
dóttir frá Hleinargerði í Fiðaþinghá
í Suður-Múlasýslu. Hún var kona
Grims bónda Þorsteinssonar frá
Breiðavaði. Þessi hjón bjuggu á
Arnoddsstöðum í Fljótsdal. Gefandi:
Frú Guðrún Grímsdóttir fyrrv. hús-
freyja að Oddstöðum í Eyjum, dótt-
ir hjónanna.
965. íleppar. Þessa íleppa (spjar-
ir) átti frú Auðbjörg Valtýsdóttir á
Garðstöðum við Sjómannasund (nr.
5), kona Ólafs útgerðarmanns Eyj-
ólfssonar. Frú Auðbjörg gekk alltaf
á sauðskinnsskóm til aldurtilastund-
ar.
blik
173