Blik - 01.06.1976, Qupperneq 176
966. Kaskeiti. Á húfuna vantar
derið. Kaskeitið átti Loftur póstur
Olafsson frá Neðradal í Mýrdal, hinn
kunni póstur á milli Presthakka á
Síðu og Odda á Ranárvöllum á ár-
unum 1904-1918, og svo á milli
Kirkjubæjarklausturs og Garðsauka
1918-1936. Kaskeiti tóku að flytjast
til landsins um miðja 19. öldina.
967. Konsúlsbúningur. Gísli J.
Johnsen, kaupm og útgerðarm. í Eyj-
um, gerðist brezkur varakonsúll í
kauptúninu árið 1907. Þá fékk hann
þennan búning til að skarta í við
hátíðleg tækifæri. Gefendur: Gísli Is-
leifsson, hrl., dóttursonur G. J. J., og
Gísli Friðrik ljósmyndari, sonur G.
J. J.
968. Kvenvettlingar, útsaumaðir,
gulleitir með rósum, merktir K. Th.
D. 1827. Vettlinga þessa átti og not-
aði frú Katrín Þórðardóttir móðir frú
Ragnhildar Þórarinsdóttur í Júlíus-
haab, konu Gísla verzlunarstjóra
Engilbertssonar. Frú Elínborg Gísla-
dóttir húsfr. í Laufási við Austurveg
(nr. 5), dóttir þeirra hjóna, gaf
Byggðarsafninu vettlingana.
969. Kvenvettlingar, skrautprjón-
aðir. Þessa vettlinga prjónaði frú
Þóra Jónsdóttir í Dalbæ (nr. 9) við
Vestmannabraut. Hún gaf Byggðar-
safninu þá.
970. „Lundabuxur“. Þannig voru
venjulegar karlmannabuxur úr garði
gerðar, þegar nota átti þær við
lundaveiðar, t. d. í Uteyjum. Þær
voru fóðraðar utan til þess að verja
þær sliti, þar sem setið var í þeim
vikum saman í veiðistað, t. d. á
brúnum og bergsyllum með lunda-
háfinn. Þegar svo „lundatíma“ lauk,
var fóðrinu sprett af buxunum og
þær voru að mestu jafngóðar eftir
þessa notkun. - Frú Guðrún húsfr. á
Oddstöðum í Eyjum. kona Guðjóns
Jónssonar hónda þar, bjó út „lunda-
buxurnar“ og gaf þær síðan Byggð-
arsafninu.
971. Nautsleðurskór, „leðurskór“,
eins og þeir voru gerðir handa ís-
lenzkum almenningi um aldir. Skóna
gerði frú Guðbjörg Björnsdóttir hús-
freyja að Hallormsstað við Brekastíg
(nr. 11), kona Sigurðar smiðs Sæ-
mundssonar, og gaf þá síðan safn-
inu.
972. Peysujataslifsi, hvítt að lit.
Það átti og notaði frú Þórunn
Snorradóttir, kona Jóns útgerðar-
manns Jónssonar í Hlíð við Skóla-
veg (nr. 4). Frú Ásta Jónsdóttir,
Sólhlíð, dóttir þeirra hjóna, gaf
Byggðarsafninu slifsið. — Það var
búið til árið 1928.
973. Peysufataslifsi. (Sjá fyrra
númer).
974. Peysuföt, hinn gamli þjóð-
búningur íslenzkra kvenna. Þennan
peysufatabúning átti frú Néríður
Ketilsdóttir, sem um langt árabil
hafði hér nokkrar tekjur af því að
sauma peysuföt á vestmanneyskar
konur, eldri og yngri. Frú Néríður
var talin slyng saumakona á þessu
sviði. Peysuföt þessi gaf frú Ásta
Jónsdóttir frá Hlíð (nr. 4 við Skóla-
veg) Byggðarsafninu nokkru eftir
fráfall frú Néríðar.
975. Samkvœmiskjóll, gamalt snið,
174
BLIK